Af varaliði og unglingaliði Tottenham

0
141

Það er heldur betur uppgangur hjá Tottenham þessa dagana. Þeir sem eitthvað fylgjast með Tottenham hafa ekki farið varhluta af þeirri uppsveiflu sem aðallið Tottenham er á þessa dagana. Uppsveiflan er þó ekki einungis bundin við aðallið Tottenham því bæði varalið og unglingalið Tottenham eru í gríðarlegri uppsveiflu þessa dagana, og því ljóst að það ríkir gríðarlega góður andi í herbúðum Tottenham þessa dagana.

 

Ungmennastarfið svo sannarlega að skila árangri.

Lítið hefur farið fyrir einhverri merkilegustu frétt tímabilsins í unglingastarfinu. Unglingalið Tottenham tók þátt í sterku ( U-20 ára) móti í Sviss á dögunum. Þar voru saman komin nokkur mjög sterk unglingalið  frá ýmsum löndum og heimsálfum. Einnig voru skráð til keppni nokkur U-20 landslið sem kepptu við félagsliðin. Flestir höfðu veðjað á sigur unglingaliðs Barcelona, enda eru þeir jafnan taldir vera með eitt besta unglingastarf í heimi. Þeir máttu þó þola tap í undanúrslitum gegn unglingaliði Tottenham sem vann að lokum keppnina. Það sem gerir sigurinn á þessu móti svo magnaðan er að við vorum með langyngsta hópinn í keppninni. Meðal annars voru sóttir 4 leikmenn í U- 16 ára hópinn, og voru þeir allir virkir þátttakendur í mótinu.  Ástæða þess að það þurfti að sækja þessa drengi í U-16 hópinn, var m.a sú að margir af táningunum okkar eru nú að spila reglulega í neðri deildum Englands sem lánsmenn.

Þetta er í annað sinn sem unglingaliðið vinnur til verðlauna á alþjóðlegu móti. Í janúar urðum við í þriðja sæti í keppni um Chivas bikarinn. Nánar má lesa um þá keppni Hér
 

Varaliðið vinnur Arsenal tvisvar á tæpri viku.

Varalið Tottenham hefur heldur betur verið á siglingu að undanförnu líkt og aðalliðið. Fimmtudaginn 9 apríl tóku þeir margrómað unglingalið Arsenal í kennslustund í knattspyrnu þegar þeir unnu þá 3-0. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Spurs eftir að Gilberto hafði skorað beint úr aukaspyrnu. Í síðari hálfleik endurtók Ryan Mason leikinn með marki beint úr aukaspyrnu, stöngin inn og staðan 2-0. Það var svo miðjumaðurinn Jake Livermore sem rak smiðshöggið á 3-0 sigur okkar manna á grönnunum frá Arsenal.
Byrjunarliðið: Alnwick, Hutton, Hughton, Livermore, Rocha, Gilberto, Matandari, Parret (Byrne), Fraser-Allen, Mason, Maghoma.

Aðeins 5 dögum síðar var mættust grannaliðin aftur. Leikurinn var að þessu sinni örlítið jafnari, en engu að síður unnum við sanngjarnann 2-1 sigur. Nokkrir leikmenn sem hafa verið mikið viðloðnir aðalliðið í vetur spiluðu þennann leik. Fyrsta markið kom einmitt eftir samvinnu þessa manna. O‘Hara gefur boltann út til vinstri á Bale sem fer framhjá varnarmanni Arsenal og gefur boltann fyrir. Bentley fær boltann við vítateiginn og þrumar honum í netið. Bentley bætti svo öðru marki við um miðjan síðari hálfleik þegar hann á þrumufleyg af 27 metra færi sem smellur uppi í vinstra horninu. Algjörlega óverjandi! Arsenal náði þó að minnka muninn fyrir leikslok, en sanngjarn 2-1 sigur í höfn. Þess má auk þess geta að leikmenn Spurs áttu tvö skot í tréverkið í leiknum.
Byrjunarliðið: Alnwick, Hutton, Chimbonda, Rocha, Gilberto, Bentley, Livermore, O‘Hara, Blale, Fraser-Allen (Maghoma), Campbell.

 

Varaliðið er sem stendur í þriðja sæti og á enn ágæta möguleika á að vinna varaliðsdeildina. Spurs.is mun fylgjast með framgöngu varaliðsins og setja inn fréttir um leið og þær berast.

 

EKG