Lennon að blómstra hjá Spurs.

0
205

Afmælisbarn dagsins (16. apríl) Aaron Lennon er heldur betur að gera það gott þessa dagana. Lennon hefur verið óstöðvandi á hægri vængnum undanfarnar vikur og mánuði. Margir telja hann eina af stærstu ástæðum velgengni Tottenham að undanförnu. Lennon hefur m.a náð að vinna sér inn sæti í enska landsliðinu og hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu tveim leikjum. Það er því sönn ánægja að tilkynna að hann hefur nú verið valinn í 6 manna úrval fyrir kosninguna á besta unga leikmanni deildarinnar (PFA young player of the year). Það eru samtök knattspyrnumanna sem standa fyrir kosningunni og það eru því leikmenn sem hafa atkvæðisrétt. Það er því mikill heiður að verða fyrir valinu. Atkvæðagreiðslan stendur frá 1- 20. apríl. Úrslitin munu svo verða kunngjörð í lok tímabilsins. Keppinautar Lennon eru þó engir aukvisar. Þeir 5 sem Lennon keppir við um viðurkenninguna eru:

 

Gabriel Agbonlahor (Aston Villa)
Ashley Young (Aston Villa)
Stephen Irland (Manchester City)
Jonny Evans (Manchester Utd.)
Raphael (Manchester Utd.)

Aðeins einn leikmaður Tottenham hefur unnið þessi verðlaun. Það var Glenn Hoddle tímabilið 1979-1980.
 

Til gamans má geta þess að í liði Tottenham er einn leikmaður sem hefur unnið þessi verðlaun (með öðru liði þó). Veist þú hver það er?  Svarið er …. hér

 

Að lokum óskum við Lennon til hamingju með daginn og óskum honum góðs gengis í kosningunni.

 

EKG