Fundargerð

Aðalfundur Tottenham klúbbsins árið 2017 var haldinn föstudaginn 26. maí á Ölveri í Reykjavík. Ekki er hægt að segja að fjölmennt hafi verið á fundinum, en þó góðmennt, eins og alltaf þegar Spursarar hittast. Ýmis málefni voru rædd á fundinum og eru þau í helstu dráttum þessi:

Farið var yfir skýrslu stjórnar frá liðnum vetri. Meðlimir sem greiddu árgjaldið voru rétt rúmlega 300.

Starfsemi vetrarins var svipuð og fyrri ár. Farnar voru 3 hópferðir á vegum klúbbsins sem klúbburinn skipulagði frá A-Ö og gat með því móti boðið mun hagstæðari verð á heildarpakkanum heldur en raunin hefði verið hefðu þær verið skipulagðar í samvinnu við ferðaskrifstofur. Góð þátttaka var í allar hópferðir klúbbsins. Að auki útvegaði klúbburinn meðlimum sínum miða sem eftir því óskuðu, en vegna breytinga á WHL var erfiðara um vik að fá miða á WHL.

Heimasíðan var uppfærð og sett á form sem hentar líka fyrir snjalltæki.

Póstlist Tottenhamklúbbsins stækkar óðum og eru á honum um 350 manns. Þeim sem hafa áhuga á að bæta sér á listann er bent á að hafa samband við stjórn klúbbsins.

Reikningar ársins voru lagðir fram og samþykktir með öllum atkvæðum.

Kosning til stjórnar fór fram. Formaður klúbbsins, Birgir Ólafsson var endurkjörinn með öllum atkvæðum.
Þá var lögð fram tillaga að fjölga í stjórn klúbbsins og var það samþykkt.

Stjórn klúbbsins fyrir 2017-2018 er skipuð eftirfarandi :
Birgir Ólafsson  ,  formaður
Guðmundur Pétursson  , gjaldkeri
Elías M Melsted
Óttar M Jóhannsson
Magni Magnússon
Ásgeir Jónsson
Friðrik Þór Guðmundsson
Guðmundur Ó. Ingólfsson
Sigrún V. Bjarnadóttir
Erla Guðjónsdóttir

Ákveðið var á aðalfundinum að halda árgjaldi klúbbsins í 2.800.-  ,  Starf klúbbsins nk. vetur verður með svipuðum hætti og fyrri ár. Heimasíðan verður áfram starfrækt, blað verður gefið út líkt og fyrri ár. Einnig er spjallborðið ávallt vinsælt og verður vonandi enn öflugra á næsta vetri. Farið verður í 2-3 klúbbferðir á leiki svo framarlega sem næg þátttaka næst.

Ef einhverjar spurningar vakna þá vil ég benda fólki að hafa samband við stjórnina á spurs(hjá)spurs.is.

Stjórnin