Daginn
Aðalfundur Tottenhamklúbbsins á Íslandi verður haldinn á Ölver , miðvikudaginn 21. júní 2023 , kl. 20.00
Dagskrá fundar:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar síðasta árs
3. Kosning stjórnar
4. Önnur mál
Vonandi sjá sem flestir félagsmenn sér fært að mæta og gaman væri að sjá ný andlit á staðnum. Ef einhver hefur áhuga á að bjóða sig fram í stjórn Tottenhamklúbbsins má hinn sami láta vita á e-mailið spurs@spurs.is. Nýir aðilar sem vilja leggja eitthvað á vogarskálarnar við rekstur klúbbsins eru mjög velkomnir á fundinn – margar hendur vinna létt verk.
Stjórnin
Tottenhamklúbburinn á Íslandi
Fundargerð:
Ársfundur haldinn á Ölver í Glæsibæ miðvikudaginn 21. júní 2023 klukkan 20.00. Mætt eru úr stjórninni Birgir Ólafsson formaður, Guðmundur Pétursson gjaldkeri, Elías Melsted, Gestur Valur Svansson og Sigrún Vatnsdal, ritari fundarins. Til viðbótar eru 15 stuðningsmenn klúbbsins.
Dagskrá:
- Skýrsla stjórnar
Erfitt um vik varðandi hópferðir vegna HM í Katar, engin jólaferð farin vegna þess. Ein hópferð var farin í september 2022, góð mæting.
Félagið útvegaði 220 miða á leiki síðasta ár, þar af voru 30 miðar sem fóru í hópferðina.
Klúbburinn úti búinn að gefa út að stuðningsfélög fá max 40 miða pr leik og að hægt verði að velja um tvo hólf þegar miðar eru pantaðir.
Gerðum markmið fyrir tímabilið að fá 500 skráða meðlimi. Í lok tímabils vorum við komin með 592 skráða meðlimi – 773 kröfur sendar út og 467 greiðslur komu út úr því (181 eldri meðlimir fengu líka kröfu). 72 meðlimir eru á gulu spjaldi (hafa ekki greitt félagsgjöld sl. 2 tímabil) og 16 meðlimir detta af skrá (hafa ekki greitt félagsgjöld sl. 3 tímabil).
- Reikningar síðasta árs
Reikningar síðustu tveggja ára lagðir fram. Árið 2022 voru tekjur 572.450, gjöld 270.515 og eigið fé 2.027.987. Árið 2023 voru tekjur 3.594.162, gjöld 2.736.719 og eigið fé 2.885.439.
- Kosning stjórnar
Lagabreyting – 7 í stjórn og 3 varamenn. Samþykkt með meirihluta.
Formaður Birgir Ólafsson
Stjórn : Guðmundur Pétursson, Elías M. Melsted, Gestur Valur Svansson ,
Sigrún Vatnsdal Bjarnadóttir, Vernharð Þorleifsson, Frosti Viðar Gunnarsson
Varastjórn : Andri Blær Gestsson ,Sveinn Theodórsson og Tómas Guðjónsson
- Önnur mál
Heimsóknir Tottenham spilara til Íslands – hugsa um fjármögnunarsöfnun.
Við erum hætt að gefa út tímarit en klúbburinn úti gefur út tímarit fyrir alla heimaleiki. Setja á heimasíðu linkinn um hvernig er hægt að gerast áskrifandi.
Miðakaup rædd, allir sem versla miða á leik þurfa að vera members úti.