Aðalfundur Tottenhamklúbbsins á Íslandi verður haldinn föstudaginn 25.maí 2018 á Ölver í glæsibæ kl. 20.00
Strax að loknum aðalfundi verður smá uppskeruhátið þar sem snarl og mjöður verður í boði klúbbsins.
Hvetjum við alla Spursara til að mæta á fundinn og eiga svo góða kvöldstund í góðra vina hópi.
Dagskrá fundar:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar síðasta árs
3. Kosning stjórnar
4. Önnur mál
Vonandi sjá sem flestir félagsmenn sér fært að mæta og gaman væri að sjá ný andlit á staðnum. Ef einhver hefur áhuga á að bjóða sig fram í stjórn Tottenhamklúbbsins má hinn sami hafa láta vita á e-mailið spurs@spurs.is eða í síma formanns 698-3791. Nýjir aðilar sem vilja leggja eitthvað á vogarskálarnar við rekstur klúbbsins og heimasíðunnar eru mjög velkomnir á fundinn – margar hendur vinna létt verk.
Stjórnin