Aðalfundur Tottenhamklúbbsins 2024

0
889

Daginn

Aðalfundur Tottenhamklúbbsins á Íslandi verður haldinn á Ölver , þriðjudaginn 14. maí 2024 , kl. 18.00

Dagskrá fundar:

1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar síðasta árs
3. Kosning stjórnar
4. Önnur mál

Eftir fund munum við svo horfa á leik Tottenham gegn Man. City.
Vonandi sjá sem flestir félagsmenn sér fært að mæta og gaman væri að sjá ný andlit á staðnum. Ef einhver hefur áhuga á að bjóða sig fram í stjórn Tottenhamklúbbsins má hinn sami láta vita á e-mailið spurs@spurs.is. Nýir aðilar sem vilja leggja eitthvað á vogarskálarnar við rekstur klúbbsins eru mjög velkomnir á fundinn – margar hendur vinna létt verk.

Stjórnin