Aðalfundur / Fundargerð

0
1445

Daginn

Aðalfundur Tottenhamklúbbsins á Íslandi verður haldinn á Ölver ,  sunnudaginn 22. maí 2022 ,  kl. 13.30
Að fundi loknum verður svo síðasti leikur Tottenham á þessu tímabili í sjónvarpinu ,   Norwich – Tottenham sem hefst kl. 15.00

Dagskrá fundar:

1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar síðasta árs
3. Kosning stjórnar
4. Önnur mál

Vonandi sjá sem flestir félagsmenn sér fært að mæta og gaman væri að sjá ný andlit á staðnum. Ef einhver hefur áhuga á að bjóða sig fram í stjórn Tottenhamklúbbsins má hinn sami láta vita á e-mailið spurs@spurs.is. Nýir aðilar sem vilja leggja eitthvað á vogarskálarnar við rekstur klúbbsins eru mjög velkomnir á fundinn – margar hendur vinna létt verk.

Stjórnin

Tottenhamklúbburinn á Íslandi

Fundargerð

 

Ársfundur haldinn á Ölver í Glæsibæ sunnudaginn 22. maí 2022 klukkan 13.30. Mætt eru úr stjórninni Birgir Ólafsson formaður, Guðmundur Pétursson gjaldkeri, Elías Melsted, Viðar Örn Viðarsson ,  Sigurjón Páll Hauksson  og Sigrún Vatnsdal, ritari fundarins.  Til viðbótar eru 18 stuðningsmenn klúbbsins.

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar: Síðasta hópferð var í desember 2019, vonandi hægt að fara fljótlega á nýju tímabili. Staða klúbbsins síðasta tímabil: Meðlimir eru „loyal“ hópur sem flestir greiða árgjald. Skráðir í klúbbinn eru 462 – 18 nýir. Þeir sem ekki eru lögráða (yngri en 18 ára) borga ½ árgjald. Reynum að fá fleiri í klúbbinn.
  2. Reikningar síðasta árs: Reikningar ekki lagðir fram vegna veikinda bókara (Guðmundur) – hann ætlar að klára í júní. Ársreikningur fer á heimasíðu klúbbsins þegar hann er tilbúinn. Samþykkt að fjölga aðilum í stjórn sem hafa aðgang að heimabanka klúbbsins, s.s skoðunarréttindi , eykur gegnsæji.
  1. Kosning stjórnar: Í stjórn: Birgir Ólafsson formaður, Guðmundur Pétursson gjaldkeri, Elías Melsted, Sigrún Vatnsdal Bjarnadóttir , Magni Freyr Möller, Gestur Valur Svansson , Viðar Örn Viðarsson , Vernharð Þorleifsson og Sigurjón Páll Hauksson.
  2. Önnur mál: Hópferðir: Skipuleggja fyrir næsta tímabil í haust. Ekki vitað hve marga miða er hægt verður hægt að fá á leiki ,   stjórn bíður eftir upplýsingum frá klúbbi úti varðandi miðakaup fyrir tímabil 2022-2023.

Heimasíða notuð fyrir tilkynningar, Facebook meira notað fyrir almennar upplýsingar og spjall. Spurning um að fara á Instagram. Margar stuðningsmannasíður í gangi á Facebook. Auglýsa eftir aðila til að starta Instagram.
Flytja þarf heimilsfang klúbbsins frá núverandi heimilisfangi ,  sem er hjá fyrrverandi formanni.   Guðmundur Pétursson leggur til að sitt heimilisfang verði notað , sem var samþykkt.