Árgjald Tottenhamklúbbsins

0
1577

Nú hefur verið sent út valkrafa í heimabanka þeirra sem eru skráðir í Tottenhamklúbbinn á Íslandi og er valkrafan á eindaga 1. febrúar 2023 – mæli samt með að fólk gangi frá greiðslu sem fyrst svo það gleymist ekki. Ef einhver er ekki með valkröfu í heimabanka sínum og langar til að ganga í klúbbinn er minnsta mál að senda póst á spurs@spurs.is – þar sem nafn , kt. og heimilisfang þarf að koma fram og við komum skráningu í ferli.

Árgjaldið 2022-2023 kostar 2.800.- fyrir fullorðna. Fyrir 16-18 ára er það 1.400 og frítt fyrir yngri en 16 ára.