Hópferð – desember 2018

0
2753

** ÖRFÁ SÆTI EFTIR **

Góðan daginn

Tottenhamklúbburinn á Íslandi hefur skipulagt fyrstu hópferð vetrarins.
Mikil óvissa hefur verið með nýja völlinn ,  sem hefur frestað hópferð á leik með liðinu.

Farið verður á leik Tottenham – Burnley  ,   laugardaginn 15. desember 2018 kl. 15.00 að staðartíma á Wembley leikvanginum í London.

Tilvalið að nýta tækifærið og versla jólagjafir í London þessa helgi.
Jóhann Berg Guðmundsson , landsliðsmaður Íslands mun að öllum líkindum mæta í heimsókn og etja kappi við leikmenn Tottenham.

** ÖRFÁ SÆTI EFTIR **

Ferðatilhögun:

  • Flogið út með WOW Air föstudaginn 14. desember kl. 06.20
    Lent á Gatwick flugvelli um 09.30
    Flogið aftur frá Gatwick mánudaginn 17. desember kl. 20.55
    Lent í Keflavík um 23.55
    ( 20 kg farangurstaska er innifalin í flugi + lítil handfarangurstaska 42x32x25 cm (10kg))
  •  Rúta til og frá flugvelli í Bretlandi
    Gisting í þrjár nætur á Travelodge Wembley High Road
    https://www.travelodge.co.uk/hotels/590/London-Wembley-High-Road-hotel
  • Miði á leikinn
  • Skráning í Tottenhamklúbbinn í Englandi  ( ef viðkomandi þegar skráður ,  lækkar verð á ferð um 5.000.- , senda þarf þá númer meðlimakorts við skráningu)
  •  Íslensk Fararstjórn

Verð :
78.990.-   
miðað við 2 í herbergi.
Einstaklingsherbergi :
Verð: 88.990.-
5.000.- afsláttur fyrir börn og eldri borgara.

Hægt er að nota gjafabréf frá WOW fyrir ferðina. 

Til að skrá sig í ferðina þarf að senda e-mail á spurs@spurs.is

Við skráningu í ferðina ,  þarf eftirfarandi að koma fram fyrir alla sem ætla í ferðina :

  •    Nafn
  •    Kennitala
  •    Heimilisfang
  •    GSM númer
  •    E-mail
  •    Double room / Twin room  (    double room er með einu stóru rúmi / twin room með tveimur rúmum. )
  • Greiða þarf staðfestingargjald kr. 30.000.- á mann við bókun á ferð.    Eftirstöðvar greiðast svo ca. mánuð fyrir brottför.  
    (staðfestingargjald þetta fæst ekki endurgreitt nema hægt verði að fylla sætið )

Staðfestingargjaldið skal greiða inn á reikning Tottenhamklúbbsins :  0537 – 26 – 3110    ,  kt.  630103-3550
og senda skal greiðslukvittun á
  spurs@spurs.is

Stjórnin