Hópferð í febrúar ( skráning )

0
3894

Þá er komið að Síðustu hópferð Tottenhamklúbbsins á Íslandi ,  tímabilið 2016-2017.

Fyrirhuguð hópferð verður í febrúar og verður farið á leik í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á  Wembley gegn Belgíska liðinu Gent.
( vegna breytinga á WHL – er ekki mögulegt að vera með hópferðir á WHL þetta tímabil – þannig að hópferðirnar verða á Wembley þetta tímabilið )

Verðið í þessa ferð er eitthvað sem hefur ekki sést áður.   Aðeins 65.990.-  fyrir þrjár nætur í London.
TILVALIN JÓLAGJÖF  

Ferðatilhögun er eftirfarandi :

Tottenham – Gent
Wembley Stadium  ,   fimmtudaginn  23. febrúar 2017.

FLUG

KEF – LONDON GATWICK            Fimmtudagur 23. febrúar  kl. 06.15  lent úti kl. 9.25                               WOW Air

LONDON GATWICK – KEF             Sunnudaginn 26. febrúar  kl. 19.50 heimkoma kl. 23.25                    WOW Air
Innifalið er 20kg taska báðar leiðir ásamt 10kg handfarangri ( hámarksstærð handfarangurs er 42 cm x 35 cm x 25 cm ) 

GISTING

Travelodge London Wembley í þrjár nætur    ( án morgunmatar )   –  hótel í göngufæri frá Wembley leikvanginum.

Full English morgunverðarhlaðborð í boði á morgnana á £ 7.95 – þarf ekki að panta fyrirfram.

Veitingastaður / Bar á hótelinu opinn allan sólarhringinn  – hér er týpískur matseðill fyrir Travelodge ( getur verið smá breytilegur milli hótela )  – http://www.travelodge.co.uk/assets/img/bar_cafe/bar_cafe_menu.pdf

Umsögn gesta á Tripadvisor um hótelið :
https://www.tripadvisor.com/Hotel_Review-g186338-d7248301-Reviews-Travelodge_London_Wembley_High_Road-London_England.html

 

 RÚTA

Rúta til og frá flugvelli í London

 

MIÐI + MEMBERS

Miði á leikinn á Wembley ásamt skráningu í klúbbinn úti  ( sú skráning gildir fyrir tímabilin 2016-2017 og 2017-2018 )

 

ÍSLENSK FARARSTJÓRN

 

Verð :        65.990.-    miðað við 2 í herbergi

Verð miðast við meðlimi Tottenhamklúbbsins á Íslandi sem greitt hafa árgjaldið 2016-2017.
Greiðsluseðlar fyrir árgjaldinu 2016-2017 hafa verið sendir út.

Kr. 2.800.- bætist við verð þeirra sem EKKI hafa greitt árgjald Tottenhamklúbbsins á Íslandi fyrir tímabilið 2016-2017.

Verð fyrir einstaklingsherbergi er 78.990.-

  • Við skráningu í ferðina ,  þarf eftirfarandi að koma fram fyrir alla sem ætla í ferðina :

o   Nafn

o   Kennitala

o   Heimilisfang

o   GSM númer

o   E-mail

o   Double room / Twin room  (    double room er með einu stóru rúmi / twin room með tveimur rúmum. )

  • Greiða þarf staðfestingargjald kr. 30.000.- á mann við bókun á ferð.    Eftirstöðvar greiðast svo um mán.mótin janúar/febrúar.
    ( staðfestingargjald þetta fæst ekki endurgreitt nema hægt verði að fylla sætið )

Staðfestingargjaldið skal greiða inn á reikning Tottenhamklúbbsins :  0537 – 26 – 3110    ,  kt.  630103-3550
og senda skal greiðslukvittun á
 spurs@spurs.is

  • Þeir sem eru þegar skráðir sem meðlimir Tottenhamklúbbsins í Bretlandi og hafa borgað árgjaldið þar –  borga sem nemur 7.000.- minna   fyrir  ferðina. Gefa þarf þá upp númer meðlimakorts við skráningu.
  • Hægt er að kaupa gjafabréf hjá einhverjum stéttarfélögum frá WOW air sem hægt er að nota í ferðina.   Gjafabréf þessi eru seld af stéttarfélögum fyrir lægri pening en upphæð þeirra er  t.d. er hægt að kaupa gjafabréf að verðmæti 30.000 hjá VR ,  en aðeins er greitt 22.500.- fyrir slíkt gjafabréf ,   Þannig að með slíkum gjafabréfum getur fólk lækkað ferðakostnaðinn.  Mæli eindregið með því að fólk hafi samband við sín stéttarfélög og ath. hvort þau séu að selja gjafabréf frá WOW.
    Stéttarfélag sem vitað er að bjóða uppá gjafabréf hjá WOW:

    • VR

 

 

** Tottenhamklúbburinn áskilur sér rétt til að fella niður þessa ferð ef næg þátttaka fæst ekki.    Staðfestingargjald uppá kr. 30.000.- verður þá endurgreitt til þeirra sem hafa greitt það **

 

Kv

Stjórnin