Hópferð Tottenhamklúbbins ( UPPSELT )

Hópferð Tottenhamklúbbins , vs Leicester í september´22

0
1801
Daginn

Þá er loksins komið að hópferð á vegum Tottenhamklúbbsins á Íslandi 🙂

Síðasta hópferð var í desember 2019, rétt áður en Covid-19 skall á.

Farið verður á leik Tottenham – Leicester sem verður á Tottenham Hotspur Stadium þann 17. september 2022 , kl. 16.30

ATH: AÐEINS 30 SÆTI Í BOÐI Í ÞESSA FERÐ !

** UPPSELT ER Í FERÐINA **

Ferðaupplýsingar :
* Flug út með Play – föstudaginn 16. september kl. 06.30 , lending á Stansted í London kl. 10.35.

* Flug heim með Play frá Stansted mánudaginn 19. september kl. 11.35 og lent í Keflavík kl. 13.40
(innifalið í flugi er innritaður farangur 20 kg + lítil handfarangurstaska að hámarki í stærð 42 x 32 x 25 cm ( 10kg ))

* Gisting á hóteli við Stratford í þrjár nætur , Ibis – Stratford ( án morgunverðar ) hægt að kaupa morgunverð á staðnum. Hótelið er í nokkurra min. göngufjarlægð frá einni stærstu verslunarmiðstöð í London , Westfield https://uk.westfield.com/stratfordcity – einnig er stutt að ganga í underground / lestar á Stratford Station.
Upplýsingar um hótel : https://all.accor.com/hotel/3099/index.en.shtml?utm_campaign=seo+maps&utm_medium=seo+maps&utm_source=google+Maps

* Rúta til og frá flugvelli ( ca. 40 mín rútuferð hvora leið )

* Íslensk fararstjórn

Verð : 79.990.- á mann ( miðað við 2 í herbergi )

Þeir aðilar sem ætla í hópferðina , þurfa að sjá sjálfir um skráningu í Tottenham klúbbinn í UK ( One Hotspur Member ) ásamt því að ganga frá greiðslu á miða þegar greiðsla fyrir miða er klár.
Verð ( ca. ) fyrir skráningu í klúbbinn í UK og miða á leikinn :
Skráning / Miði
Fullorðinn : 8.200 / 8.550 = 16.750.-
Eldri borgari : 4.300 / 4.300 = 8.600.-
Börn : 4.300 / 4.300 = 8.600.

Hér er hægt að skrá sig í Tottenhamklúbbinn í UK : https://www.tottenhamhotspur.com/fans/membership/one-hotspur/
Hér eru svo leiðbeiningar varðandi að skrá sig í klúbbinn i UK
https://ask.tottenhamhotspur.com/hc/en-us/articles/360001171669

Til að skrá sig í ferðina þarf að senda e-mail á spurs@spurs.is og gefa eftirfarandi upplýsingar um þann aðila eða þá sem vilja skrá sig í ferðina :
* Nafn / Nöfn
* Kt
* Heimilisfang/föng
* GSM númer
* E-mail fyrir alla aðila
* Tegund af herbergi sem óskað er eftir ( Twin / Double )
* CRN – membershipnúmerið sem viðkomandi fær við skráningu í Tottenhamklúbbinn í UK – ekki er nauðsynlegt að vera með þetta númer við skráningu í ferðina – en það þarf að senda þetta númer fljótlega eftir skráningu ( 4.8.2022 í síðasta lagi )
Greiða þarf staðfestingargjald kr. 30.000.- pr persónu við skráningu í ferðina – með því að millifæra á reikning Tottenhamklúbbsins á Íslandi : 0537 – 26 – 3110 , kt. 630103-3550 og senda skal kvittun á spurs@spurs.is
Eftirstöðvar þarf að ganga frá eigi síðar en 15. ágúst


** Ath að Tottenhamklúbburinn á Íslandi er eingöngu milligönguaðili varðandi þessa ferð , þeir aðilar sem fara í þessa ferð eru á eigin vegum og þurfa að vera með allar sínar tryggingar á hreinu þar sem Tottenhamklúbbnum á Íslandi ber ekki ábyrgð á ferðarofi , seinkunum á flugi ,frestun leiks , verkföllum flugvallastarfsmanna , covid-19 o.s.frv.


ATH: AÐEINS 30 SÆTI Í BOÐI Í ÞESSA FERÐ !

Ef ekki næst næg þátttaka í þessa ferð – getur klúbburinn aflýst ferðinni og endurgreiðir þá öllum staðfestingargjald sem hefur verið greitt.