Hópferð Tottenhamklúbbsins á Íslandi

0
769

Góðan daginn

Tottenhamklúbburinn á Íslandi hefur skipulagt fyrstu hópferð vetrarins.

Farið verður á leik Tottenham – Brentford   ,  sem er settur á laugardaginn  21. september 2024 kl. 15.00.


** ATH AÐEINS 8 SÆTI ERU ÓSELD Í FERÐINA OG LOKAÐ VERÐUR FYRIR SKRÁNINGAR ÞRIÐJUDAGINN 16.7.2024 KL 16.00 **

Ferðatilhögun:

  • Flogið út með Play föstudaginn 20. september kl. 06.40 
    Lent á Stansted flugvelli um kl. 10.40
    Flogið aftur með Play frá Stansted mánudaginn 23. september kl. 11.40
    Lent í Keflavík um kl. 13.45
    ( 20 kg farangurstaska er innifalin í flugi  )
  • Rúta til og frá flugvelli í Bretlandi 
  • Gisting í þrjár nætur á Travelodge Stratford
  • Íslensk Fararstjórn 

Verð :
74.990.-   
( við þetta verð bætist svo miði og skráning í klúbbinn úti  **ef viðkomandi er ekki þegar skráður **) 

Verð miðast við 2. í herbergi.
Einstaklingsherbergi :    Verð : 102.990.-

Þeir einstaklingar sem skrá sig í ferðina þurfa að skrá sig í Tottenhamklúbbinn á Bretlandi og senda membershipnúmerið sitt við skráningu. 
Skráning í klúbbinn úti kostar ca.     8.900.- fyrir fullorðinn.    Um 4.100 fyrir börn.
Svo þurfa allir að ganga frá greiðslu á miðum í gegnum sinn account hjá klúbbnum úti ( þegar það er búið að skrá sig og miðar koma á account )
Miðaverð er ca. 10.500.- fyrir fullorðinn.   

Til að skrá sig í Tottenhamklúbbinn :      ** ath.  ekki nota íslenska stafi **  
Hér

Til að ganga frá greiðslu á membershipgjaldi og til að borga fyrir miðann þegar hann er klár :
( Velja standard fee ) 
Hér
                             
Til að skrá sig í ferðina þarf að senda e-mail á spurs@spurs.is

Við skráningu í ferðina ,  þarf eftirfarandi að koma fram fyrir alla sem ætla í ferðina :

  •    Nafn
  •    Kennitala
  •    Heimilisfang
  •    GSM númer
  •    E-mail
  •    CRN ( Membershipnúmerið í Tottenhamklúbbnum í UK ) 
  •    Double room / Twin room  (    double room er með einu stóru rúmi / twin room með tveimur rúmum. )
  • Greiða þarf staðfestingargjald kr. 30.000.- á mann við bókun á ferð.    Eftirstöðvar greiðast svo um miðjan ágúst. 
    ( staðfestingargjald þetta fæst ekki endurgreitt nema hægt verði að fylla sætið )

Staðfestingargjaldið skal greiða inn á reikning Tottenhamklúbbsins :  0537 – 26 – 3110    ,  kt.  630103-3550  
og senda skal greiðslukvittun á
spurs@spurs.is

** ath að Tottenhamklúbburinn á Íslandi er eingöngu milligönguaðili varðandi þessa ferð , þeir aðilar sem fara í þessa ferð eru á eigin vegum og þurfa að vera með allar sínar tryggingar á hreinu þar sem það er engin kvöð á Tottenhamklúbbnum á Íslandi varðandi þessarar ferðar ( ferðarof , seinkanir á flugi ,frestun leiks , verkföll flugvallastarfsmanna , covid-19 o.s.frv. )


** ATH AÐEINS 8 SÆTI ERU ÓSELD Í FERÐINA OG LOKAÐ VERÐUR FYRIR SKRÁNINGAR ÞRIÐJUDAGINN 16.7.2024 KL 16.00 **

Stjórnin