Tottenhamklúbburinn á Íslandi var upphaflega stofnaður á haustmánuðum 1995.
Árið 2001 varð klúbburinn viðurkenndur sem opinber stuðningsmannaklúbbur Tottenham Hotspur Football Club.
Í dag eru félagar tæplega 900 og er stefnan sett á að ná að minnsta kosti 1.000 félagsmönnum sem verður að teljast mjög gott miðað við að okkar ástkæra félag hefur ekki verið meðal þeirra sigursælustu á undanförnum árum og jafnvel áratugum.
Starfsemi Tottenhamklúbbsins er fjölbreytt
- Tengsl við móðurklúbbinn í London gerir okkur fært að bjóða uppá hópferðir á leiki á White Hart Lane sem og útvegun á einstökum miðum fyrir félagsmenn.
- Blað er gefið út einu sinni á ári og fylgir því einhver smá gjöf tengd félaginu og stundum félagsskíteini.
- Tottenhamklúbburinn heldur úti heimasíðu sem í dag er helsti vettvangur fyrir upplýsingagjöf og tilkynningar. Einnig er Facebooksíða starfandi fyrir stuðningsmenn Tottenham á Íslandi og er hana að finna hér: https://www.facebook.com/spursiceland
- Félagsmenn á Reykjavíkursvæðinu hafa gert Ölver að sínum samkomustað og hittast þar ófáir stuðningsmenn á flestum leikjum okkar manna.
Félagsgjaldið er kr. 2.800.- Hægt er að sækja um inngöngu í klúbbinn hér á heimasíðu félagsins