Tottenhamklúbburinn á Íslandi reynir að útvega félagsmönnum sínum miða á heimaleiki Tottenham. Ef þú ert félagi í klúbbnum (búinn að greiða félagsgjaldið) þá getur þú haft samband við okkur á spurs@spurs.is og óskað eftir miðum eða með því að fylla út formið hér að neðan. Það sem þarf að koma fram er: Nafn, kennitala og heimilisfang, hvaða leik á að kaupa miða á, fjölda og hvar óskað er eftir að sitja ( ekki ábyrgst ). Þetta þarf að senda með góðum fyrirvara, sjá dagsetningar hér að neðan.
Klúbburinn pantar svo miðana og þegar staðfesting hefur borist er haft samband við þig og þú færð að vita hvað miðarnir kosta og hvernig á að greiða þá.
Nokkrar reglur í sambandi við miðakaup / miðapantanir.
1. Skilyrði til að sækja um miða er að hafa borgað félagsgjaldið.
2. Mikilvægt að það komi fram í pöntun nöfn, fæðingardagur og heimilisfang þeirra sem ætla á völlinn
3. Tottenham leikur heimaleiki sína í vetur á nýjum leikvangi WHL. Allar upplýsingar um hvenær þarf að sækja um og hvenær við vitum hvað við fáum marga miða er að finna hér fyrir neðan.
4. Sækja verður um miða ca. 6-8 vikum fyrir leik. Sjá dagsetningar fyrir síðustu forvöð til að panta á leiki. Ekki er hægt að panta miða á leiki eftir að lokafrestur er liðið. Engar undantekningar eru gerðar á því.
5. Pantanir eru bindandi, nema það sé látið vita áður en lokafrestur er liðinn.
6. Ef hópferð er ákveðin á leik, sem eru ca. 1-3 leikir á tímabili, gefur klúbburinn sér rétt til þess að nota þá miða sem klúbburinn fær í hópferðina eingöngu.
7. Ef einhverra hluta vegna við fáum ekki alla þá miða sem við óskum eftir á Wembley, þá gildir reglan “ fyrstur kemur , fyrstur fær “ þ.e.a.s. sá sem pantaði miða fyrstur er þá fyrstur í röðinni og svo koll af kolli.
8. Klúbburinn ábyrgist ekki ef leikir eru færðir sem keyptir hafa verið miðar á.
9. Samkvæmt reglum hjá klúbbnum úti þurfa allir sem fá miða í gegnum stuðningsmannaklúbbana að vera skráðir í klúbbinn úti, Tottenhamklúbburinn á Íslandi annast þessa skráningu fyrir meðlimi sína sem fá miða á völlinn.
Klúbburinn getur einnig útvegað miða á heimaleiki í Meistaradeildinni ásamt heimaleikjum í bikarkeppnum. Sækja þarf um miða á þá leiki með eins góðum fyrirvara og hægt er.
HEIMALEIKIR TOTTENHAM 2018-2019
Mótherji | Leikdagur ( gæti breyst ) | Umsóknarfrestur lokar | ||
Fulham | 18. ágúst 2018 | |||
Liverpool | 15. september 2018 | |||
Cardiff | 5. október 2018 | |||
Man. City | 26. október 2018 | |||
Chelsea | 24. nóvember 2018 | |||
Southampton | 5. desember 2018 | |||
Burnley | 15.desember 2018 | |||
Bournemouth | 26. desember 2018 | |||
Wolves | 29. desember 2018 | |||
Man. Utd | 12. janúar 2019 | |||
Watford | 30. janúar 2019 | |||
Newcastle | 2. febrúar 2019 | |||
Leicester | 9. febrúar 2019 | |||
Arsenal | 2. mars 2019 | |||
Crystal Palace | 16. mars 2019 | |||
Brighton | 6. apríl 2019 | |||
Huddersfield | 13. apríl 2019 | |||
West Ham | 27. apríl 2019 | |||
Everton | 11. maí 2019 |
ATH. LEIKDAGAR GETA BREYST. SKY SPORTS & BT EIGA T.D. EFTIR AÐ GEFA ÚT SITT PLAN Á LEIKJUM SEM ÞEIR SÝNA BEINT.