Völlurinn

White Hart Lane

Árið 1899 flutti Tottenham á þann stað sem nú heitir White Hart Lane. Landareignin var þá í eigu Charrington bjórverksmiðjanna. Fyrsta stúkan tók um 2.500 manns. Fyrsti leikur Tottenham á nýja vellinum fór fram 4. september 1899 og var það vinnáttuleikur gegn Notts County og hann sáu 5.000 manns. Leikurinn fór 4-1 fyrir Tottenham. Laugardaginn á eftir mættu 11.000 manns til að sjá fyrsta alvöruleikinn sem var gegn QPR í Southern League og fór hann 1-0 fyrir Tottenham. Innan fimm ára var búið að stækka völlinn í 32.000 manns. Á næstu áratugum var unnið að stækkun og endurbótum þannig að árið 1934 tók völlurinn um 80.000 manns. Þess ber þó að geta að aðeins voru sæti fyrir lítinn hluta þessa mannfjölda, restinn stóð. Flóðljós voru sett upp árið 1952. Fram til ársins 1980 var smásaman bætt við sætum og flóðljósin bætt. Aðalstúkan er nefnd West Stand, og East Stand stúkan á móti. Norður endi vallarinns er kallaður Paxton Road end eða North Stand og suðurendinn Park Lane end eða South Stand.

whlmodern.jpgÁrið 1980 hófst vinna við að gera völlinn eins og hann er í dag með því að rífa West Stand og byggja nýja stúku þar ásamt skrifstofum, búningsaðstöðu, veitingastöðum ofl. Því verki var lokið 1982. Árið 1989 var East Stand lagfærður. Á næstu árum var einnig unnið við að sætavæða völlinn. Það var komið að South Stand að vera rifinn árið 1994 og endurbyggður. Það var svo árið 1997 að hafist var handa við North Stand og hann svo tekinn í notkun 1998. Eftir að sætum fjölgaði á vellinum minnkaði fjöldinn sem völlurinn gat tekið af áhorfendum og þegar lög um að eingöngu mætti selja í sæti eftir Hillsbourgh slysið tóku gildi fór stærð vallarins en neðar. Með endurbyggingu stúkanna hefur hins vegar völlurinn stækkað á ný og tekur núna 36.236 áhorfendur í sæti. Þegar er byrjað að huga að stækkun með breytingum á East Stand.

Til að komast á völlinn er best að taka lest. Frá miðborginni er best að fara á Liverpool Street Station og taka lest þaðan á stöð sem heitir White Hart Lane Station. Beyja til hægri þegar út er komið og þið eruð kominn í hóp Spursara sem eru á sömu leið og þið. Helstu strætóar eru: 149 Ponders Garage to Liverpool Street Station. 259 Edmonton Green to King´s Cross og 279 Waltham Cross to Holloway. Næstu stoppistöðvar neðanjarðar-lestanna eru nokkuð langt frá vellinum en þær heita Seven Sisters(Victoria Line)og Manor House(Piccadilly Line).

Skoða má fullkomna sætaskipan HÉR

White Hart Lane – Sætaskipan
White Hart Lane tekur 36.240 manns í sæti, engin stæði eru á vellinum

 

weststand.jpgWest Stand (Vesturstúkan)
West Stand er aðalstúkan á White Hart Lane og var byggð í kringum 1980. Í West Stand eru búningsherbergi leikmanna og skrifstofur félagsins.

Heildarsætafjöldi: 6890

 

 

 

 

 

 

 

northstand.jpgNorth Stand (Norðurstúkan)
North Stand var síðasta stúkan sem kláraðist í byggingu en það var 1998. Þessi stúka tekur yfir 10000 manns í sæti og er þessi stúka sérstaklega gerð fyrir fjölskyldur. Hún er kölluð "Paxton End".

Heildarsætafjöldi: 10086

 

 

 

 

 

 

 

 

eaststand.jpgEast Stand (Austurstúkan)
East Stand er sú stúka sem tekur flesta áhorfendur í sæti á vellinum. Hún var endurbyggð árið 1989. Aðaleinkenni þessarar stúku eru tvær súlur sem takmarka útsýni sumra áhorfenda á völlinn. Hluti þessarar stúku er nefndur "The Shelf" af stuðningsmönnum Spurs.

Heildarsætafjöldi: 10691

 

 

 

 

 

 

 

 

 

southstand.jpgSouth Stand (Suðurstúkan)
South Stand stúkan á White Hart Lane var endurbyggð árið 1996. Hún stendur við Park Lane götuna og er oftast talað um þessa stúku sem "Park Lane". Allra hörðustu stuðningsmenn Spurs er að finna í neðri hluta suðurstúkunnar.

Heildarsætafjöldi: 8573