Bölvunin lifir

0
619

Þær fréttir hafa borist á heimasíðu Tottenham að búið sé að reka Arnesen. Ástæðan mun vera sú að Chelsea bauð honum vinnu og hann lýsti yfir áhuga að fara til þeirra. Málið er bara að það er kolólöglega staðið að þessu hjá Chelsea sem nýbúið er að fá dóm á sig vegna ólöglegra viðræðna við Asley Cole.

Það er náttúrlega gríðarlegt áfall að missa Frank en ef hann hefur ekki verið trúrri félaginu en þetta þá er betra að vera laus við hann. Hinsvegar vona ég að Enska knattspyrnusambandið taki harkalega á þessu broti Chelsea þó ég reikni ekki með því.
Ómögulegt er að sjá hvað gerist hjá okkur í framhaldinu. Það verður allavega ekki auðvelt að finna nýjan mann. Við verðum bara að vona að það gerist og liðið nái sér af þessu áfalli sem allra fyrst. HJ