Góðan daginn , Tottenham aðdáendur fjær og nær J
Tottenhamklúbburinn á Íslandi auglýsir hópferð á leik með Tottenham og færi á að sjá Gylfa Þór Sigurðsson í action á White Hart Lane :
TOTTENHAM – WIGAN
White Hart Lane – laugardaginn 3. Nóvember kl. 15.00.
Þannig er mál með vexti að ég undirritaður hef verið í sambandi við flestar ferðaskrifstofur á Íslandi með hópferð á Tottenhamleik í huga.
Þau verð sem ég var að fá voru vægast sagt í hærri kantinum. Þá erum við að tala um 2-3 nætur og allur pakkinn á ca. 105.000 – 125.000. – !!! sem mér fannst bara vera allt of mikið.
Þá fékk ég þá hugmynd að setja bara saman hópferð sjálfur og líta verðin miklu betur út.
Hópferðin sem fyrirhuguð er, er á þessa leið.
FLUG
Iceland Express flug út , föstudaginn 2. nóv kl. 17.50
Iceland Express flug heim , mánudaginn 5. nóv kl. 22.25
GISTING
3 nætur á Premier Inn , Stratford
http://www.premierinn.com/en/hotel/LONSTR/london-stratford
( hægt að kaupa morgunmat á staðnum – Full English hlaðborð fyrir ca. £ 9 pr. dag )
Glæsilegt hótel rétt við Ólympíusvæðið, á sanngjörnu verði.
Örstutt að ganga á Stratford lestarstöðina ( lestar + Underground )
15 mín með Central line inn á Oxford Circus
15 mín með lest til Nortumberland stöðina ( sem er rétt hjá WHL )
Westfield verslunarmiðstöðin er bókstaflega undir hótelinu , ein stærsta …………verslunarmiðstöðin í Evrópu. Yfir 300 verslanir , kvikmyndahús og spilavíti.
FLUGRÚTA
Rúta til og frá flugvelli á Englandi. Mjög þægilegur kostur.
MIÐI Á VÖLLINN
Miði á völlinn úti ásamt skráningu í aðdáendaklúbbinn í Bretlandi sem er skilda til að fá miða.
FARARSTJÓRN
Íslensk fararstjórn, en einn stjórnarmaður Tottenhamklúbbsins á Íslandi fer með sem fararstjóri.
25.000 kr. aukagjald fyrir að vera í einstaklingsherbergi.
2.500 kr. aukagjald fyrir þá sem EKKI eru skráðir í Tottenhamklúbbinn á Íslandi
Ef einhver sem fer í ferðina er þegar skráður í klúbbinn úti – borgar sá hinn sami 8.000.- minna í ferðina.
Ef áhugi er fyrir að lengja ferðina er möguleiki á því … það þarf þá bara að senda mail á mig spurs@spurs.is og ég get þá farið í að finna út hvað það myndi kosta auka.
Það sem þarf að koma fram við bókun :
Heimilisfang :
Kennitala :
E-mail :
GSM númer :
Nafn herbergisfélaga :
Twin / Double rúm :
Þegar búið er að bóka , þarf að greiða kr. 25.000.- inn á reikning Tottenhamklúbbsins á Íslandi.
0537-26-3110 Íslandsbanki, Mjódd og kt. 630103-3550
og senda greiðslukvittun á spurs@spurs.is