Hópferð Tottenhamklúbbsins

0
660

Góðan daginn   ,     Tottenham aðdáendur fjær og nær   J

Tottenhamklúbburinn á Íslandi auglýsir hópferð á leik með Tottenham og færi á að sjá Gylfa Þór Sigurðsson í action á White Hart Lane  :
TOTTENHAM – WIGAN 

White Hart Lane –  laugardaginn 3. Nóvember kl. 15.00.

 

Þannig er mál með vexti að ég undirritaður hef verið í sambandi við flestar ferðaskrifstofur á Íslandi með hópferð á Tottenhamleik í huga.
Þau verð sem ég var að fá voru vægast sagt í hærri kantinum. Þá erum við að tala um 2-3 nætur og allur pakkinn á ca. 105.000 – 125.000. – !!! sem mér fannst bara vera allt of mikið.

Þá fékk ég þá hugmynd að setja bara saman hópferð sjálfur og líta verðin miklu betur út.

Hópferðin sem fyrirhuguð er, er á þessa leið.

FLUG
Iceland Express flug út , föstudaginn 2. nóv kl. 17.50
Iceland Express flug heim , mánudaginn 5. nóv kl. 22.25

GISTING
3 nætur á Premier Inn , Stratford
http://www.premierinn.com/en/hotel/LONSTR/london-stratford
( hægt að kaupa morgunmat á staðnum – Full English hlaðborð fyrir ca. £ 9 pr. dag )
Glæsilegt hótel rétt við Ólympíusvæðið, á sanngjörnu verði.
Örstutt að ganga á Stratford lestarstöðina ( lestar + Underground )
15 mín með Central line inn á Oxford Circus
15 mín með lest til Nortumberland stöðina ( sem er rétt hjá WHL )
Westfield verslunarmiðstöðin er bókstaflega undir hótelinu , ein stærsta
…………
verslunarmiðstöðin í Evrópu. Yfir 300 verslanir , kvikmyndahús og spilavíti.

FLUGRÚTA
Rúta til og frá flugvelli á Englandi. Mjög þægilegur kostur.

MIÐI Á VÖLLINN
Miði á völlinn úti ásamt skráningu í aðdáendaklúbbinn í Bretlandi sem er skilda til að fá miða.

FARARSTJÓRN
Íslensk fararstjórn, en einn stjórnarmaður Tottenhamklúbbsins á Íslandi fer með sem fararstjóri.

 

Verð AÐEINS : 86.900.- á mann miðað við tvo í herbergi.
25.000 kr. aukagjald fyrir að vera í einstaklingsherbergi.
2.500 kr. aukagjald fyrir þá sem EKKI eru skráðir í Tottenhamklúbbinn á Íslandi

Ef einhver sem fer í ferðina er þegar skráður í klúbbinn úti – borgar sá hinn sami 8.000.- minna í ferðina.

 

Þar sem klúbburinn er sjálfur að standa undir þessari ferð , þarf að hafa hraðar hendur við að bóka. Ég er búinn að láta taka frá flugsæti, sem ég get aðeins látið halda fyrir mig í viku. Staðfestingargjald kr. 25.000.- þarf að greiða við bókun. Eftirstöðvar myndu greiðast í kringum mán.mótin september / október.
Ef áhugi er fyrir að lengja ferðina er möguleiki á því … það þarf þá bara að senda mail á mig spurs@spurs.is og ég get þá farið í að finna út hvað það myndi kosta auka.

Það sem þarf að koma fram við bókun :Nafn :
Heimilisfang :
Kennitala :
E-mail :
GSM númer :
Nafn herbergisfélaga :
Twin / Double rúm :

Þegar búið er að bóka , þarf að greiða kr. 25.000.- inn á reikning Tottenhamklúbbsins á Íslandi.
0537-26-3110 Íslandsbanki, Mjódd og kt. 630103-3550
og senda greiðslukvittun á
spurs@spurs.isÞað skal tekið fram að takmarkað magn sæta er í hópferðina, og gildir þá reglan fyrstur kemur fyrstur fær ef bókanir verða fleiri en við ráðum við.ATH. EF EKKI FÆST NÆG ÞÁTTTAKA GEFUR TOTTENHAMKLÚBBURINN SÉR RÉTT TIL AÐ AFLÝSA FERÐINNI OG ENDURGREIÐA ÞÁ ÞEIM SEM HAFA GREITT STAÐFESTINGARGJALDIÐ.