Fyrsti leikur Tottenham á timabilinu 2012-2013 er gegn liði Newcastle á útivelli.
Leikurinn fer fram kl. 16.30 , laugardaginn 18. ágúst 2012.
Newcastle kom nokkuð á óvart í fyrra og voru í baráttu um meistaradeildarsæti lengi fram eftir tímabili ……
Liðið þótti spila nokkuð skemmtilegan fótbolta og hafði Alan Pardew knattspyrnustjóri þeirra keypt marga
skemmtilega og athyglisverða leikmenn til liðsins …. eftir síðasta tímabil voru margir leikmenn
Newcastle eftirsóttir en enginn fór frá þeim í sumar sem Alan Pardew var ekki til að missa.
Helstu mannabreytingar hjá Newcastle í sumar :
KOMNIR:
Romain Amalfitano frá Reims
Vurnon Anita frá Ajax
Gael Bigirimana frá Coventry
Curtis Good frá Melbourne Heart
FARNIR:
Leon Best til Blackburn
Fraser Forster til Celtic
Danny Guthrie til Reading
Michael Hoganson til Derby
Peter Lövenkrands til Birmingham
Alan Smith til MK Dons
Daniel Taylor til Oldham
Tottenham sem endaði í fjórða sæti á síðasta tímabili … þurfti að bíta í það súra epli
að fá ekki þátttökurétt í meistaradeildinni sem hefur vanalega verið nóg. Chelsea
tókst að vinna meistaradeildina með ótrúlegum hætti og þ.a.l. tóku þeir þátttökurétttinn
af Tottenham , mikil vonbrigði þar á ferð, enda næsta víst að 4. sætið eigi eftir að gefa
þátttökurétt í meistaradeildinni um ókomna tíð !
Tottenham hefur ekki mikið verið að versla í sumar, 2 leikmenn hafa komið til liðsins,
þeir Vertoghem ( fyrrum fyrirliði Ajax og leikmaður Belgíska landsliðsins ) , leikmaður
sem spilar sem hafsent eða sem vinstri bakvörður.
Einnig var keyptur til liðsins Gylfi Þór nokkur Sigurðsson landsliðsmaður Íslands frá Hoffenheim.
Mjög góð kaup þar á ferð sem eiga eftir að auka klárlega á vinsældir Tottenham á Íslandi.
Tottenham á leikmannamarkaðnum í sumar :
KOMNIR:
Gylfi Þór Sigurðsson frá Hoffenheim
Jan Vertonghen frá Ajax
FARNIR:
Ben Alnwick til Barnsley
Lee Angol til Wycombe Wanderers
Vedran Corluka til Lokomotiv Moskva
Ryan Fredericks til Brentford (lán)
Bongani Khumalo til PAOK Saloniki (lán)
Ledley King, hættur
Niko Kranjcar til Dynamo Kiev
Massimo Luongo til Ipswich (lán)
Ryan Nelsen til QPR
Steven Pienaar til Everton
Louis Saha til Sunderland
Tottenham og Newcastle léku tvisvar á síðasta tímabili ….. í fyrri leiknum á heimavelli Newastle , fóru leikar 2-2 eftir að Tottenham komst í 0-2. Í síðari leiknum á WHL var aldrei spurning hvort liðið myndir sigra, þar sigraði Tottenham með 5 mörkum gegn engu. = 5-0.