Tottenham beið lægri hlut í fyrsta leiknum sínum í Ensku Úrvalsdeildinni tímabilið 2012-2013 á laugardaginn var. Leikið var gegn Newastle á útivelli og fóru leikar 2-1 fyrir heimamenn. Mark Tottenham skoraði Defoe. Tottenham voru heilt yfir betra liðið í leiknum og áttu m.a. skot í stöng og skalla í slá áður en Newcastle skoraði fyrsta markið. Defoe jafnaði svo leikinn, en í næstu sókn fékk lið Newcastle vítaspyrnu sem þeir skoruðu úr og um leið sigurmarkið.
Lið Tottenham í leiknum :
Friedel – Walker – Gallas – Kaboul – Ekotto – Lennon – Livermore – Sandro ( Kane 85´ ) – Bale – Gylfi ( VdV 68´ ) – Defoe.
Ónotaðir varamenn : Cudicini – Vertonghen – Naughton – Jenas – Townsend