3 dagar til stefnu

0
697

Nú eru aðeins þrír dagar í að enski boltinn byrji að rúlla á nýjan leik. Tottenhamaðdáendur sem og aðrir aðdáendur enska boltans eru búnir að bíða í allt sumar. Tottenham hafa styrkt sig lítillega í sumar og keypt tvo leikmenn, þá Jan Vertonghen og Gylfa nokkurn Sigurðsson.

Vertonghen er fyrrum fyrirliði Ajax í Hollandi og spilar sem miðvörður en getur líka spilað sem bakvörður sem hann einmitt gerir oftast með Belgíska landsliðinu. Gylfi kom til liðsins í byrjun júlí þegar flestir fótboltaáhugamenn voru vissir að hann myndi elta Brendan Rodgers til Liverpool. Gylfi valdi vel og fór til Tottenham, og sagði sjálfur að það hefði verið meira spennandi kostur.
Gylfi hefur staðið sig með ágætum á undirbúningstímabilinu og skorað tvö mörk og lagt upp önnur tvö í 5 leikjum. Hann skoraði einmitt frábært sigurmark gegn NY Red Bulls í æfingarferð Tottenham til Bandaríkjanna – og vonandi verður meira um slíkt í vetur.