Tottenham gekk svo í dag frá kaupum á Gylfa Sigurðssyni landsliðsmanni Íslands frá Þýska liðinu Hoffeinheim. Gylfi var á láni hjá Swansea seinni hluta síðasta tímabils og stóð sig einstaklega vel og skoraði 7 mörk í 19 leikjum … ásamt því að hafa ná því fyrstur Íslendinga að hafa verið kjörinn leikmaður mánaðarins í Ensku Úrvalsdeildinni.
Kaupverðið er talið vera um 8 M punda og greina netmiðlar frá því að vikulaun hans séu í kringum 50k á viku ( þannig að Gylfi ætti að hafa fyrir salti á grautinn :o) ).
Óskum við Tottenham til hamingju með þessi kaup og eins óskum við Gylfa góðs gengis á nýjum vettvangi og vonum til að hann eigi eftir að blómstra í hvítu treyjunni á Norður London.