Pekhart lánaður til Slavia Prag

0
456

Tottenham hefur lánað hinn unga og efnilega Tomas Pekhart til Slavia Prag og gildir lánssamningurinn næstu 12 mánuðina. Pekhart, sem leikur með U-21 árs landsliði Tékklands, kom upphaflega frá Slavia Prag til Tottenham sumarið 2006 en hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í aðalliði félagsins. Hann hefur áður verið lánaður til annars liðs, til Southampton í Championship deildinni.

 

Við óskum Pekhart góðs gengis hjá Slavia Prag og vonum að hann komi reynslunni ríkari til baka að ári liðnu.