Perryman heimsækir Ísland

0
906

Daginn
Steve Perryman ,  leikjahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi mun heimsækja Ísland í lok september.
Áætlað er að vera með skemmtikvöld með stuðningsmönnum Tottenham á Íslandi á Ölver , laugardaginn 22. september n.k.
Gert er ráð fyrir að það muni kosta 2.000.- inn og innifalið í því verður Pizzuhlaðborð ásamt bjór eða gosi.
Nánari upplýsingar koma inn síðar.
Steve Perryman lék á sínum tíma 655 deildarleiki fyrir Tottenham og alls lék hann 866 leiki fyrir liðið.
Perryman kom með B-landsliði Englands til Íslands og lék á móti Íslandi í júní 1982.