Spurs – Southend

0
375

Í kvöld leikur Tottenham gegn 1. deildarliði Southend í 8 liða úrslitum Deildabikarsins á White Hart Lane. Southend munu þó ekki vera auðveldur andstæðingur, því þeir sigruðu Man Utd í síðustu umferð keppninnar.

Án efa verðar gerðar einhverjar breytingar á liðinu sem lagði Man City um helgina en þó má búast við því Radek Cerny fái tækifæri í markinu og ekki kæmi heldur á óvart ef Mido yrði í sókninni. Þá er Aaron Lennon tæpur vegna meiðsla sem og Hossam Ghaly.

Chris Hughton aðstoðarþjálfari liðsins sagði fyrr í vikunni að sigur í bikarkeppni myndi vera vel við hæfi nú þegar Martin Jol er búinn að þjálfa liðið í rúm 2 ár.

„Þetta eru búin að vera mjög góð 2 ár, og að sjálfsögðu á Martin mikinn heiður skilinn fyirir það sem hann hefur gert. Það sýnir sig kannski ekki augljóslega en árangur hans og framfarir liðsins síðustu 2 árin sýna hæfileika hans sem þjálfara mjög vel,” sagði Hughton.

Hann bendir einnig á þó svo að liðið hafi ekki byrjað þetta tímabil jafn vel og þeir hefðu vlijað sé liðið nú alls ekki langt frá því að vera það sem það á að vera, þ.e. nálægt toppnum.

Leikurinn í kvöld hefst kl. 20:00 og er hann hvergi sýndur. En þó má hlusta á hann á netinu á heimasíðu BBC. Smellið HÉR til að komast inn á síðuna.

Leikmannahópur Tottenham: Robinson, Cerny, Chimbonda, Lee, Dawson, King, Stalteri, Davenport, Ifil, Gardner, Assou-Ekotto, Dervite, Davids, Tainio, Murphy, Ghaly, Malbranque, Ziegler, Huddlestone, Lennon, Berbatov, Defoe, Mido, Barnard, Barcham.