Tottenham tók á móti 2.deildarliðinu ( fjórða deild ) Cheltenham Town í þriðju umferð FA CUP á laugardaginn var. Lið Tottenham átti frekar náðugan dag og sigruðu nokkuð örugglega 3-0. Mörk Tottenham skoruðu Defoe , Pavluychenko og Dos Santos.
Harry Redknapp gerði margar breytingar á byrjunarliðinu fyrir þennan leik og fengu margar stjörnur að hvíla lúin bein eftir strangt prógram í kringum jól og áramót. Gaman var að sjá Dawson koma tilbaka eftir langa fjarveru vegna meiðsla.
 
Defoe skoraði fyrsta markið á 24. mínútu leiksins þegar hann beinlínis "stal" marki af Dos Santos sem hafði komist einn í gegn eftir frábæra sendinu Krancjar,  vippaði Dos Santos yfir markvörðinn , og þegar boltinn var við það að fara yfir línuna koma Defoe askvaðandi og renndi sér í boltann og ýtti honum yfir línuna. 
Annað markið kom svo á markamínútunni frægu eða þeirri 43. Dos Santos og Defoe spiluðu skemmtilega sín á milli og komst Defoe inn í teignn vinstra megin og átti góða sendingu á Pavlyuchenko sem var einn og óvaldaður á markteig og átti ekki í erfiðleikum með að skora. Það var svo þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma að Dos Santos setti þriðja markið, fékk boltann inn í teignum – snéri sér og átti gott skot sem fór í varnarmann og í góðum boga yfir markvörðinn
Lið Tottenham í leiknum :
Cudicini – Basson – Dawson ( Carroll 88 ) – Rose – Livermore – Lennon ( Bostock 82 ) – Pienaar – Giovani – Pavlyuchenko – Krancjar – Defoe ( Falque 76 )
.
.
BÓ
                





