Dregið í Carling Cup

0
307

Dregið var í undanúrslit í Carling Cup nú í hádeginu og var Tottenham fyrsta liðið upp úr pottinum og spilar því heimaleikinn fyrst, en leikið er bæði heima og að heiman. Mótherjarnir eru úrvalsdeildarbanarnir í Burnley, en þeir hafa m.a. slegið bæði Chelsea og Arsenal út úr keppninni. Í hinni viðureigninni mætast því Derby og Manchester United og fær Derby heimaleikinn fyrst. Leikjadagar eru ekki komnir á hreint en fyrri leikirnir fara fram 6.-7. janúar og þeir seinni 20.-21.janúar.