Emil á leið í Tottenham

0
534

Greint var frá því seinnipartinn í gær að FH og Tottenham hafi náð samkomulagi um kaup Tottenham á Emil Hallfreðssyni. Hann mun vera með í höndunum uppkast að samningi sínum og segist í blöðum í morgun sáttur við hann.

Hann ætti því að verða leikmaður okkar í janúar nk. Tottenhamklúbburinn óskar Emil til hamingju með þennan samning.
Meira um þetta seinna. HJ