Ég setti það á síðuna eftir þrjá fyrstu leiki Jol í deildinni að hann hefði sett met með því að tapa þeim öllum. Nú eru aðrir þrír leikir búnir og þeir hafa allir unnist þannig að hann hefur heldur betur lagað stöðuna. Megi það lengi vara. En að leiknum. Defoe var í leikbanni svo Kanoute var í byrjunarliðinu en ótti manna um að Keane gæti ekki spilað reyndist ástæðulaus. Pamarot kom inn í liðið að nýju eftir að hafa verið hvíldur í síðasta leik. Því fór Kelly á bekkinn. Ricketts kom inn líka fyrir Ziegler sem er meiddur. Leikurinn var svo sem ekkert fyrir augað og hvorugt liðið að gera neitt afgerandi. Við vorum þó betri aðilinn í leiknum. Staðan í hálfleik var 0-0. Í seinni hálfleik var Naybet skipt útaf fyrir Gardner og Mendes fór útaf og Kelly kom inná. Kelly fór í vinstri bakvörðinn og Atouba færði sig framar og Ricketts færði sig á hægri kantinn en hann hafði spilað á þeim vinstri í fyrri hálfleik. Þetta skilaði árangri því á 57. mínútu skoraði Kanoute sigurmarkið eftir sendingu frá Brown. Markið var mjög flott og vel að því staðið hjá Kanoute. Spurs tókst að halda fengnum hlut það sem eftir var af leiknum. Ricketts vék undir lok leiksins fyrir Redknapp og var þeirri skiptingu eflaust ætlað að bæta við reynslubolta á miðjuna síðustu mínúturnar (sem hægði á leiknum). Brown vann mjög vel, King og Naybet klettar í vörninni og Keane alltaf að skapa hættu. Ricketts átti spretti en Robinson hafði lítið að gera en gerði það sem þurfti og að síðustu þá var þetta glæsi mark hjá Kanoute. HJ
Liðið: Robinson; Pamarot, Naybet (Gardner, 45), King, Atouba; Brown, Carrick, Mendes (Kelly, 45), Ricketts (Redknapp, 81); Keane, Kanoute. Varamenn: Fulop, Yeates