Varaliðið í vanda – Arsenal-Spurs 0-1

0
689

Jæja það kom að því að sigurgöngu varaliðsins lyki. Tap fyrir Arsenal er staðreynd. Við áttum þó slatta af færum í leiknum að því er virðist en náðum ekki að nýta þau. Davenport lék sinn fyrsta varaliðsleik í kvöld. Arsenal gerði fyrsta markið á 59. mínútu og komst svo í 2-0 á 70. mínútu en við minkuðum muninn í uppbótatíma og var þar að verki Slabber. Yeates átti skot sem var bjargað í þverslána og út. Richards var eini eldri leikmaður liðsins og það virðist sem varaliðið sé ekki notað lengur til að halda leikmönnum sem ekki eru í formi og ekki að spila í leikæfingu heldur sé aðalega verið að nota þessa leiki fyrri yngri leikmenn til að þeir spili sig saman og svo þá sem eru að koma úr meiðslum. Að vísu spilaði Fulop en t.d. er Davies ekki látinn spila þó að honum veitti ekki af því að komast í betra form, né Ricketts sem ekki spilaði um helgina. HJ
Liðið: Fulop, McKenna, McKie, Marney, Richards, Davenport, Dilevski (Price, 73), Jackson, Slabber, Silva Sousa (Malcolm, 64), Yeates. Varamenn: Burch, Thyer, Riley