Smá tíra – Blackburn-Spurs 0-1

0
645

Jæja það lyftist aðeins á manni brúninn við sigur okkar manna í dag. Þar með er Tottenham komið á sigurbraut því þetta er annar leikurinn í röð sem við vinnum í deildinni. Megi fleiri sigrar fylgja í kjölfarið. En að leiknum.

 Jol setti Defoe aftur í byrjunarliðið og Kanoute fór á bekkinn. Pamarot var líka settur á bekkinn og inn kom Kelly í hægri bakvörðinn. Þá datt Ricketts út og Mendes kom inn á hægri kantinn. Við dómeruðum þá alveg þangað til við skoruðum en þar var að verki Robbie Keane en þá bökkuðum við og skipt var inn varnarsinnuðum leikmönnum greinilega til að halda fengnum hlut. Í þetta sinn tókst það. Þeir pressuðu tölvert í restina en vörnin hélt. Zigeler var að spila vel en aðrir stóðu sig þokkalega. Enginn skaraði fram úr. Þess má þá geta að Brown skapaði markið upp á sitt einstæmi með mikilli hörku og báráttu. HJ
Liðið: Robinson; Kelly, Naybet, King, Atouba; Ziegler (Redknapp, 73), Carrick, Mendes, Brown; Defoe (Kanoute, 88), Keane (Gardner, 77). Varamenn: Fulop, Pamarot