Lengi getur vont versnað

0
856

Það er í raun ekki hægt að afsaka með nokkru móti frammistöðu leikmanna Tottenham í gærkvöldi þegar þeir létu skólastráka taka sig í bakaríið í deildarbikarnum. Það vantaði ekki að við réðum lögum og lofum á vellinum en bara gátum ekki skorað eins og svo oft í leikjum í vetur. Þó Kanoute hafi verið einstaklega klaufskur bæði í því að fá boltann í hendina og svo að láta verja hjá sér vítið þá átti þessi leikur aldrei að fara fram yfir þær 90 mínútur plús viðbótartíma. Þá sök bera allir leikmenn liðsins með Kanoute. Defoe gerði mark okkar á 108 mínútu. Vítinn fóru þannig: Defoe skoraði, Carrick skoraði, Kanoute varið, Brown yfir, Ziegler skoraði.

Bara að hægt væri að segja að þetta væri einn flopp leikur en því miður þetta er enn einn flopp leikurinn og greinilega ekki sá síðasti. Við getum ekkert gert annað en að vona að Jol og Arnesen geti breytt þessu liði úr því sem það er í dag í eitthvað sem verður gaman að horfa á leika. Það verk mun taka langan tíma og ekki að vænta árangur á næstu mánuðum. Í dag er hinsvegar ekkert sem bendir til þess. Jol talar um hugarfar (mentality), en sigurvilja og baráttu hefur vantað í leikmenn okkar í langan tíma. Ég er þeirrar skoðunar að fæstir leikmenn okkar núna hafi það sem þarf og það þurfi að skipta út ansi mörgum áður en það næst ásamt því að það þarf að ala unga leikmenn upp í því að vinna. Sigurganga varaliðsins gæti verið vísir að því. HJ
Liðið: Robinson; Pamarot, King, Gardner, Atouba; Ziegler, Carrick, Brown, Ricketts (Defoe, 65); Kanoute, Keane (Mendes, 85).
Varamenn: Fulop, Naybet, Redknapp