Tottenham heimsótti Manchester United á mánudagskvöld í fyrsta leik sínum á tímabilinu, en upphafsleik tímabilsins var frestað vegna ólátanna í Lundúnum. Harry stillti upp sama lið og gegn Hearts, að einum leikmanni undanskilnum, Friedel stóð á milli stanganna í stað Gomes. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en ekkert mark var skoraði. Í síðari hálfleik voru það svo heimamenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins, og var það Welbeck sem skoraði markið. Við það náðu heimamenn sér á skrið og bættu við tveimur mörkum. Anderson og Rooney sáu til þess að lokastaðan yrði 3-0 United mönnum í vil.
Lið Spurs (4-4-1-1): Friedel; Walker (Corluka, 46), Dawson, Kaboul, Assou-Ekotto; Lennon, Kranjcar (Pavlyuchenko, 74), Livermore (Huddlestone, 75), Bale; Van der Vaart; Defoe. Ónotaðir varamenn: Gomes, Bassong, Jenas, Townsend