Fjórði sigurinn í röð

0
831

Spurs 5-1 Southampton
Loksins tókst Spurs að sigra fjóra leiki í röð þegar liðið sigraði Southampton 5-1 á White Hart Lane í dag. Mörkin skoruðu Defoe(3), Kanoute og Keane, sem kom inn á sem varamaður seint í leiknum. Gerðar voru þrjár breytingar á byrjunarliðinu, Gardner, Ziegler og Defoe komu inn í stað Naybet, sem er meiddur, Mendes og Keane. Fyrsta markið kom strax á 8. mínútu en það skoraði Jermain Defoe eftir sendingu frá Kanoute. Spurs voru að spila mjög vel og gáfu Southampton ekki marga möguleika nálægt marki sínu. Defoe bætti öðru marki við eftir hálftíma og Kanoute gerði stöðuna 3-0 í hálfleik þegar hann skoraði á 44.mínútu eftir góða sendingu frá Michael Carrick, sem spilaði víst mun betur í dag en undanfarið.
Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel, Peter Crouch minnkaði muninn á 47. mínútu, vegna misskilnings í vörn Tottenham, en það hafði ekki mikil áhrif á leikinn því að Defoe skoraði þriðja mark sitt 15 mínútum síðar og staðan 4-1. Robbie Keane skoraði síðan fimmta markið eftir að hann hafði komið inn á stuttu fyrir leikslok. Úrslitin 5-1 og fjórir sigrar í röð staðreynd fyrir Spurs en þetta er í fyrsta skipti síðan 1995 sem það gerist. Spurs eru þessa stundina á 7. sæti deildarinnar og eru næsti leikir gegn liðum nálægt botni deildarinnar þannig að þessi sigurganga gæti jafnvel haldið áfram. OÓJ
Lið Spurs: Robinson, Pamarot, King, Gardner, Atouba, Ricketts(Mendes 66), Carrick, Brown, Ziegler(Keane 83), Defoe Kanoute. Varamenn: Fulop, Davenport og Redknapp