Norwich 0-2 Spurs
Tottenham tókst að vinna sinn fimmta sigur í röð í dag þegar Norwich voru lagðir að velli, 2-0, með mörkum frá Robbie Keane og Michael Brown í seinni hálfleik. Jermain Defoe var ekki í byrjunarliði Spurs en það hafði ekki teljandi áhrif á leik leikmanna Spurs í dag. Norwich áttu nokkur góð færi í fyrri hálfleik, skutu m.a. í stöngina en þeim tókst ekki að nýta sér þau fáu færi sem þeir fengu. Keane skoraði sitt mark á 71. mínútu og Brown nokkrum mínútum síðar með glæsilegu skoti af 25 metra færi. Eftir fyrsta markið var greinilegt að öðru marki yrði bætt við og gáfust leikmenn Norwich nánast upp eftir það mark. Defoe kom inn á rétt áður en Keane skoraði, en Kanoute var ekki jafn beittur í dag og í undanförnum leikjum.OÓJ