Spjallborðið á www.spurs.is er komið í lag. Opið er núna fyrir nýskráningar ( var lokað fyrir það einhverra hluta vegna ) og eins er búið að laga ýmislegt annað sem var hætt að virka.
Tippleikurinn sem var alltaf í gangi hér áður fyrr fer aftur af stað í vetur og er búið að setja upp þráð fyrir tippleikinn.
Ný og uppfærð heimasíða fer síðan í loftið vonandi fyrir mót …. en vinna við síðuna er í fullum gangi.
Koma Gylfa Sigurðssonar til Tottenham hefur greinilega ýtt við Tottenhamaðdáendum þar sem nýskráningar í klúbbinn hafa verið nokkuð margar í sumar , og vona ég að Tottenhamklúbburinn komist í 400 meðlimi á þessu tímabili.
kv
Birgir