Tottenham lék við Chelsea á Stamford Bridge á laugardaginn var. Allt annað var að sjá til liðsins miðað við undanfarna leiki og var Tottenham betra liðið í leiknum þó að leikar hafi endað 0-0. Tottenham var meira með boltann , fengu fleiri og betri færi og voru í raun óheppnir að fara ekki þaðan með þrjú stig í farteskinu.