Hópferð ( uppselt )

Hópferð ( uppselt )

0
739

 

 

** UPPSELT ER Í FERÐINA OG SELDIST UPP Á AÐEINS TVEIMUR DÖGUM  **

 

 

Þá er komið að þriðju hópferð Tottenhamklúbbsins á tímabilinu 2015-2016.

Í síðustu hópferð klúbbsins í desember seldist upp og komust færri með en vildu.

Stærsti leikur tímabilsins á WHL varð fyrir valinu  ,   þar sem Tottenham mætir erkifjendunum í Arsenal

North London Derby ( NLD ) leikirnir eru ávallt sérstakir þar sem allt er lagt í sölurnar , bæði á vellinum

sem og í stúkunni.

Þess má til gamans geta að þessi leikur verður næst síðasti NLD sem fram fer á WHL þar sem Tottenham

er að fara að vinna í því að byggja nýjan völl og mun hætta að nota White Hart Lane eftir næsta tímabil.

 

** AÐEINS 30 SÆTI Í BOÐI Í ÞESSA FERÐ **

 

Ferðatilhögun er eftirfarandi :

 

Tottenham – Arsenal
White Hart Lane  ,   Laugardaginn  5. Mars ( möguleiki á að leikur verði færður á sunnudag )   

FLUG

KEF – LONDON GATWICK            Föstudagur 4. mars  kl. 06.45  lent úti kl. 9.55                        WOW Air

LONDON GATWICK – KEF             Mánudagur 7. mars  kl. 19.40 heimkoma kl. 22.50                    WOW Air
Innifalið er 20kg taska báðar leiðir ásamt 5kg handfarangri.

GISTING

Travelodge London Bethnal Green í þrjár nætur    ( án morgunmats )

Full English morgunverðarhlaðborð í boði á morgnana á £ 7.95 – þarf ekki að panta fyrirfram.

 

Veitingastaður / Bar á hótelinu opinn allan sólarhringinn  – hér er týpískur matseðill fyrir Travelodge ( getur verið smá breytilegur milli hótela )  – http://www.travelodge.co.uk/assets/img/bar_cafe/bar_cafe_menu.pdf

Hótelið er staðsett í 3-4 mín göngufæri frá Bethnal Green Underground ,  þar sem hægt er að komast auðveldlega í Stratford að versla sem og í miðbæinn.
Central Line í Underground beint inn í miðbæ London – Oxford Circus  ( 10 mín lestarferð )
Central Line í Underground til Stratford ( 5 mín lestarferð )

Í Westfield Shopping Centre eru yfir 300 verslanir og 70 veitingastaðir – ásamt kvikmyndahúsi og spilavíti.

http://uk.westfield.com/stratfordcity/

 

 

Umsögn gesta á Tripadvisor um hótelið : 
http://www.tripadvisor.com/Hotel_Review-g186338-d3572397-Reviews-Travelodge_London_Bethnal_Green-London_England.html

 

RÚTA

Rúta til og frá flugvelli í London

 

MIÐI + MEMBERS

Miði á leikinn á langhlið ( Austur stúka )  ásamt skráningu í klúbbinn úti 

 

ÍSLENSK FARARSTJÓRN

 

 

Verð :        92.990.-    Miðað við 2 í herbergi

Verð miðast við meðlimi Tottenhamklúbbsins á Íslandi sem greitt hafa árgjaldið 2015-2016.
Greiðsluseðlar fyrir árgjaldinu 2015-2016 hafa verið sendir út.  Hægt er að skrá sig í klúbbinn með að senda mail á spurs@spurs.is og fá þá greiðsluseðil í heimabankann. 

Kr. 2.500.- bætist við verð þeirra sem EKKI hafa greitt árgjald Tottenhamklúbbsins á Íslandi fyrir tímabilið 2015-2016.

 
Verð fyrir einstaklingsherbergi er
112.990.-

 

·         Við skráningu í ferðina ,  þarf eftirfarandi að koma fram fyrir alla sem ætla í ferðina :

o   Nafn

o   Kennitala

o   Heimilisfang

o   GSM númer

o   E-mail

o   Double room / Twin room  (    double room er með einu stóru rúmi / twin room með tveimur rúmum. )

·      Greiða þarf staðfestingargjald kr. 30.000.- á mann við bókun á ferð.    Eftirstöðvar greiðast svo fyrir 10. febrúar. 
( staðfestingargjald þetta fæst ekki endurgreitt nema hægt verði að fylla sætið )

Staðfestingargjaldið skal greiða inn á reikning Tottenhamklúbbsins :  0537 – 26 – 3110    ,  kt.  630103-3550  
og senda skal greiðslukvittun á
 spurs@spurs.is

·       Þeir sem eru þegar skráðir sem meðlimir Tottenhamklúbbsins í Bretlandi borga sem nemur 8.000.- minna   fyrir  ferðina. Gefa þarf þá upp númer meðlimakorts við skráningu.

·       Hægt er að kaupa gjafabréf hjá einhverjum stéttarfélögum frá WOW air sem hægt er að nota í ferðina.   Gjafabréf þessi eru seld af stéttarfélögum fyrir lægri pening en upphæð þeirra er  t.d. er hægt að kaupa gjafabréf að verðmæti 25.000 hjá VR ,  en aðeins er greitt 17.000.- fyrir slíkt gjafabréf ,   Þannig að með slíkum gjafabréfum getur fólk lækkað ferðakostnaðinn.  Mæli eindregið með því að fólk hafi samband við sín stéttarfélög og ath. hvort þau séu að selja gjafabréf frá WOW.
Stéttarfélög sem vitað er að bjóða uppá gjafabréf hjá WOW:

o   VR

 

** Tottenhamklúbburinn áskilur sér rétt til að fella niður þessa ferð ef næg þátttaka fæst ekki.    Staðfestingargjald uppá kr. 30.000.- verður þá endurgreitt til þeirra sem hafa greitt það**

 

Kv

 

Stjórnin