Svekkjandi jafntefli gegn Liverpool

0
629

Það var mikill barátta er Tottenham og Liverpool áttust við á White Hart Lane í hádegisleik laugardagsins. Leikurinn var frumraun þjóðverjans Jurgen Klopp sem tók við Liverpool á meðan landsleikjahléið var í gangi. Alveg týpískt að Spurs væri að fara mæta liði með nýjan stjóra, en leikmenn gefa ævinlega meira af sér í fyrsta leik hjá nýjum stjóra.

Það var áberandi fyrstu 15-20 mínútur leiksins, þar sem að leikmenn Liverpool pressuðu okkar menn út um allan völl. Þetta endist þó ekki lengi, þar sem að þeir réðu ekki við að halda þessu tempoi áfram. Spurs tók yfir leikinn sem dugði þó ekki til og endaði leikurinn 0-0. Ótrúlegt að þeim hafi ekki tekist að skora. Kane fór þar fremstur í flokki þar sem að hann hélt áfram að kluðra færum, en þetta hlýtur nú að fara koma hjá honum aftur. Það var ekki hægt að setja mikið út á leik Spurs og stóð Dembéle sig mjög vel á miðjunni, þar sem að hann leysti Eric Dier af, sem var í banni. Ásamt Eric Dier þá voru þeir Son, Bentelab, Pritchard og Mason einnig fjarri góðu gamni.

Tottenham er því ennþá ósigrað frá því í fyrsta leik og líta einfaldlega ekki út fyrir að vera fara tapa mörgum leikjum í vetur, en það mætti hins vegar breyta fleiri jafnteflum í sigra.

Næsti leikur í deildinni er næsta sunnudag á útivelli á móti Bournemouth.