Jóla- og áramótaleikir

0
1077

Tottenham lék þrjá leiki um jól og áramót og komu 7 stig af 9 í hús.  Fyrst var leikið úti gegn Norwich og sigraði Tottenham þann leik 0-2 en leikið var 27. desember.  Á gamlársdag heimsótti Tottenham svo aðra nýliða þegar Swansea var heimsótt og fóru leikar 1-1.  Í gær þann 3. janúar var svo leikið heima gegn WBA og sigraði Tottenham í þeim leik 1-0.  Þriðja sætið er því enn okkar.

. 

Norwich – Tottenham   0-2

Á þriðja degi jóla eða 27. desember heimsótti liðið Norwich heim.  Lokatölur voru 0-2 þar sem Gareth Bale fór á kostum og skoraði bæði mörk liðsins.
Tottenham voru betri aðilinn í leiknum og fengu nokkur ágætis færi í fyrri hálfleik en inn fór boltinn ekki.  Staðan í hálfleik var 0-0. 

norwich_ti_bale.pngÍ seinni hálfleik tók svo Bale til sinna ráða og kláraði leikinn fyrir Tottenham.    Eftir 10 mínútna leik í seinni hálfleik kom fyrra mark hans.  Adebayor fékk sendingu inn í teig og náði að leggja boltann til hliðar á Bale sem var við vítapunkt sem náði bærilegu skoti á markið sem Ruddy í marki Norwich náði ekki að verja þó hann væri í boltanum.  

12 mínútum síðar , eða á 67. mínútu skoraði svo Bale sitt annað mark og annað mark Tottenham þegar hann tók á rás við miðlínu vallarins og á ógnarhraða hljóp hann upp völlinn með varnarmenn á hælunum sem réðu ekkert við hraða hans,  þegar inn í vítateig var komið og markvörður Norwich kom askvaðandi út úr markinu tók Bale sig til og vippaði boltanum af stakri snilld yfir markmanninn og í netið.  Einkar glæsilegt mark og öruggur sigur Tottenham í höfn.

norwich_ti_bale.jpg 

Lið Tottenham í leiknum :

Friedel – Walker – Kaboul – Gallas – Ekotto ( Rose 72 ) – Modric – Parker ( Livermore 94 ) – VdV ( Kranjcar 85 ) – Sandro – Bale – Adebayor

Ónotaðir varamenn :

Gomes – Bassong – Pienaar – Pavlyuchenko

.

Tölfræði úr leiknum

Skot á mark

Norwich  4     Tottenham 8

Skot framhjá

Norwich 4    Tottenham 11

Hornspyrnur

Norwich  3     Tottenham 10

Með boltann

Norwich  36%    Tottenham  64%

.

Swansea – Tottenham   1-1

 Á gamlársdag lék Tottenham við Velska liðið Swansea,  aðra nýliða í deildinni og fóru leikar þar 1-1 í miklum baráttuleik.  Líklega sanngjörn úrslit enda lið Swansea að spila flottan fótbolta.

swansea_ti_vdv.jpgLeikurinn var i járnum allan tímann og hefði sigurinn getað dottið hvoru megin sem er.   Tottenham komst yfir í lok fyrri hálfleiks þegar Ekotto átti fína fyrirgjöf frá vinstri sem Van Der Vaart tók á móti og snéri sér skemmtilega og setti í markið með viðkomu í varnarmanni.  Staðan í hálfleik var 0-1.

Swansea voru mjög hættulegir í síðari hálfleik og fengu nokkur færi og voru betra liðið á vellinum,  Tottenham gekk erfiðlega að spila almennilega og fengu fá færi.

Það var svo á 84. mínútu að Swansea náði að jafna.  Fyrirgjöf kom frá hægri , fór í Ekotto og lenti á stórhættulegum stað fyrir utan markteig.  Friedel lenti í einhverjum pakka af leikmönnum og boltinn fór að lokum í gegnum allan pakkann og á fjærstöng mætti Scott Sinclair og skoraði í autt markið.

Leikurinn fjaraði út og lokatölur 1-1 og fínt stig í höfn miðað við gang leiksins.

Lið Tottenham í leiknum :

Friedel – Walker – Kaboul – Gallas – Ekotto – Modric – VdV ( Defoe 70 ) – Parker ( Livermore 71 ) – Sandro – Bale – Adebayor

Ónotaði varamenn :

Cudicini – Dawson – Kranjcar – Rose – Pienaar

Tölfræði úr leiknum.

Skot á mark

Swansea 8 Tottenham 7

Skot framhjá

Swansea 6 Tottenham 5

Hornspyrnur

Swansea 10 Tottenham 5

Með boltann

Swansea 56% Tottenham 44%

.

Tottenham – WBA 1-0

Í gær 3. janúar lék Tottenham heima við lið WBA og fór að lokum með sigur af hólmi 1-0 , en erfiður sigur var það.  Liðið var ekki að spila neitt sérstaklega vel og gekk erfiðlega að brjóta niður varnarmúr WBA manna sem spiluðu sterkan varnarleik með 10 leikmenn svo til alltaf.  Eina mark leiksins skoraði Defoe.

Tottenham byrjaði leikinn af miklum krafti og voru búnir að fá einhverjar 5 hornspyrnur eftir einungis fjórar mínútur eða svo.  Liðið var ekki að fá nein afgerandi færi en stjórnaði leiknum frá A-Ö.  Staðan í hálfleik var 0-0 og allt útlit fyrir erfiðan seinni hálfleik.
Seinni hálfleikur var eins og sá fyrri ,  Tottenham með boltann en gekk erfiðlega að vinna bug á vörn WBA.  Defoe átti ágætis tilraun en boltinn fór rétt framhjá.  wba_heima_defoe.jpgÞað var svo á 63. mínútu að Tottenham tókst loksins að koma boltanum í netið.  VdV átti þá flotta sendingu á Bale vinstra megin í vítateignum,  sem sendi hann fyrir á Defoe.  Defoe tók á móti boltanum með bakið í markið og einhverja fjóra varnarmenn fyrir aftan sig.  Hann náði einhvern veginn að snúa á punktinum og setja boltann neðst í hornði óverjandi fyrir Foster í marki WBA.  Eftir markið kom lið WBA framar á völlinn og fóru að sækja í fyrsta skipti í leiknum.  Í lokin fengu WBA nokkrar hornspyrnur og eins þurfti Friedel að taka aðeins á til að koma í veg fyrir jöfnunarmark.   Leikurinn var svo flautaður af og sigur Tottenham 1-0 í höfn og þriðja sætið í deildinni tryggt enn frekar.

Lið Tottenham í leiknum :

Friedel – Walker – Kaboul – Gallas ( Bassong 67 ) – Ekotto –  VdV – Modric – Sandro ( Livermore 30 ( Kranjcar 77 )) – Bale – Defoe – Adebayor

Ónotaðir varamenn :

Cudicini – Rose – Pavlyuchenko – Giovani

Tölfræði úr leiknum

Skot á mark

Tottenham 14 WBA 2

Skot framhjá

Tottenham 6 WBA 6

Hornspyrnur

Tottenham 14 WBA 7

Með boltann

Tottenham 68% WBA 32%

.

.