Lennon: Við getum farið alla leið

0
612

Aaron Lennon telur að Spurs eigi góðan séns á að fara alla leið í úrslitin í Deildabikarnum. Spurs mæta Southend í 8 liða úrslitunum á miðvikudagskvöldið.

„Þjálfarinn fer inn í þennan leik af fullri alvöru. Við viljum vinna þennan bikar í hann telur okkur eiga góðan séns,” sagði Lennon.

En Lennon er segir einnig að leikmennirnir verði að vera varkárir því að lið úr neðri deildunum berjist ávallt mikið þegar þau mæta úrvalsdeildarliðum.

„Það kemur oft fyrir að lakara liðið sigri, þannig að við verðum að taka leikinn alvarlega.”

Lennon lék ekki með liðinu gegn Man City um helgina en hann segist eiga séns á að vera með gegn Southend þó svo að engin óþarfa áhætta verði tekin. Hann ætti þó að vera leikfær fyrir næsta deildarleik sem er gegn Newcastle á laugardag.

DEILA
Fyrri fréttMan City 1-2 Spurs
Næsta fréttBenoit Assou-Ekotto