Stórsigur í Georgíu

Stórsigur í Georgíu

0
297

Okkar menn áttu ekki í miklum vandræðum þegar þeir mættu Dinamo Tbilisi í undankeppni Evropudeildarinnar fyrr í kvöld og unnu hreint út sagt magnaðan sigur 5-0, en leikurinn fór fram við fínar aðstæður á Dinamo Arena í Georgíu.

Byrjunarliðið:  Lloris; Naughton, Dawson, Kaboul(C), Rose; Capoue, Paulinho; Townsend, Dembele, Sigurdsson; Soldado – komu inná: Carroll, Chadli,Kane

Ónotaðir varamenn: Friedel, Fryers, Walker, Coulthirst

Það má segja að leikmenn Dinamo hafi svo sannarlega mætt ofjarli sínum í kvöld og voru ekki liðnar nema 12 mínútur af leiknum þegar Andros Townsend brunaði upp völlinn eftir hornspyrnu hjá Dinamo og setti hann smekklega niðri í hægra hornið. Townsend átti síðan stóran hlut í öðru marki Spurs þegar hann hljóp upp hægri kantinn, plataði varnarmann Dinamo svo illilega að hann hrundi niður á afturendan og átti síðan frábæran kross á Paulinho sem skallaði hann auðveldlega í netið á 44 mínútu. Þannig stóðu leikar í hálfleik 2-0 fyrir Spurs og nokkuð ljóst hverjir myndu fara með sigur af hólmi. 

Það var síðan enn og aftur Andros Townsend sem var allt í öllu þegar Tottenham skoraði þriðja markið, en þá óð hann upp hægri kantinn að endalínu og tók síðan rétta ákvörðun, þegar lagði boltan út á réttum tíma á Spænska sjarmatröllið Roberto Soldado, sem setti boltan auðveldlega í netið og staðan orðinn 3-0. Þarna voru liðnar 58 mínútur og Tottenham enþá með stútt fullan tank eftir. í fjörða markinu var það enginn annar en Danny Rose vinstri bakvörður sem fékk boltann fyrir vinstra megin fyrir utan teig og smellti tuðrunni snyrtilega í bláhornið hægra megin, flottasta mark leiksins staðreynd og staðan orðinn 4-0. Endahnútinn batt svo Roberto Soldado þegar hann var réttur maður réttum stað, þegar varamaðurinn Nacér Chadli átti flottan kross með vinstri fæti af vinstri kantinum, beint á Soldado sem lagði boltan auðveldlega í markið.

Það má vel vera að andstæðingurinn í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska, en mikið andskoti voru okkar menn að spila þokkafullan bolta og takmörkuð eigingirni í gangi. Þetta virkar meiri liðsheild heldur en í fyrra, þar að segja spilanlega séð og það boðar bara gott svona snemma á tímabilinu. Það var gaman að sjá hvernig hópurinn var notaður í kvöld og fengu ungir leikmenn og nýjir mikilvægar mínútur með liðinu. Allir leikmenn liðsins áttu góðan leik, en þar bar þó af samspil Townsend og Naughton á hægri kantinum, og á Townsend líklega eftir að veita Lennon mikla samkeppni í vetur, en hann leit ófsakplega vel út í kvöld og framkvæmdi hluti sem við höfum sennilega flestir grátbeðið Lennon um að gera undanfarin ár.

Maður leiksins: Andros Townsend

Næsti leikur: Swansea á White Hart Lane, á sunnudaginn klukkan 15:00


Það verður erfiður leikur og vonandi að menn geta haldið haus, þó það sé allt vaðandi í orðrómum um framtíð leikmanna hjá félaginu, til og frá, þessa stundina.