Sumarið er tíminn

0
239

Nú í byrjun júli er nóg um að vera hjá Tottenham Hotspurs.  Þeir hafa keypt Paulinho box to box miðjumann frá Corinthians fyrir rúmar 17 milljónir punda sem gera hann að dýrasta leikmanni Tottenham frá Upphafi.

Paulinho er fæddur 25. júlí 1988 í Sao Paulo og heitir fullu nafni José Paulo Bezerra Maciel Júnior.  Hann hefur leikið 17 landsleiki fyrir Brasilíu og skorað í þeim 5 mörk, með Corinthians hefur hann aftur á móti spilað 86 leiki síðan 2010 og skorað 20 mörk í þeim leikjum.

Tímabilið hjá Tottenham hefst með æfingarleik gegn Swindon þriðjudaginn 16. júlí, en fyrirhugað er að Tottenham spili 5 æfingarleiki og sá áhugaverðasti hlýtur að vera leikur gegn Monaco 3. ágúst á Stade Louis ll vellinum.  Fyrsti leikur Spurs hinsvegar í ensku úrvalsdeildinni er gegn nýliðum Crystal Palace á Shelhurst Park  17. ágúst en fyrsti heimaleikurinn er gegn Swansea 24. ágúst. en nánar er hægt að sjá leikaröðun Spurs hér

Under Armor verður áfram með búninga á næsta tímabili og voru þeir kynntir í dag og hægt er að panta þá í forsölu í gegnum heimasíðuna www.tottenhamhotspur.com 

Tottenham hefur einnig leyst nokkra leikmenn sína undan samningi í sumar og ber þar helst að nefna David Bentley og Gallas.