Tottenham – Newcastle (hópferð)

Tottenham – Newcastle (hópferð)

0
316

** UPPFÆRT **   UPPSELT ER Í FERÐINA OG KOMUST FÆRRI AÐ EN VILDU

 

Daginn

 

Nú er komið að fyrstu hópferð Tottenhamklúbbsins á tímabilinu 2013-2014.

 

Farið verður á stórleik Tottenham – Newcastlesem fram fer á White Hart Lane ,  sunnudaginn 10. Nóvember.

 

Ferðatilhögun er eftirfarandi :

 

FLUG

KEF – LONDON GATWICK            Föstudagur 8. Nóvember kl. 07.00  lent úti kl. 10.05                        WOW Air

LONDON GATWICK – KEF             Mánudagur 11. Nóvember kl. 19.40 heimkoma kl. 22.50              WOW Air

GISTING

Travelodge London Stratford í þrjár nætur    ( án morgunmats )

                Full English morgunverðarhlaðborð í boði á morgnana á £ 7.65 – þarf ekki að panta.

Stílhreint og einfalt hótel í Stratford,  nálægt Ólympíusvæði London.

Veitingastaður / Bar á hótelinu – hér er týpískur matseðill fyrir Travelodge ( getur verið smá breytilegur milli hótela )  – http://www.travelodge.co.uk/assets/img/bar_cafe/bar_cafe_menu.pdf

                Nokkura mínútna gangur á Stratford stöðina

          Central Line í Underground beint inn í miðbæ London – Oxford Circus  ( 15 mín lestarferð )

          Ofanjarðarlest beint á Northumberland lestarstöðina ( 15 mín lestarferð )  sem er stutt frá White Hart Lane  ( ca. 10 mín gangur )

Westfield Shopping Centre er þarna rétt hjá þar sem eru yfir 300 verslanir og 70 veitingastaðir –  ásamt kvikmyndahúsi og spilavíti.

http://uk.westfield.com/stratfordcity/

                Umsögn gesta á Tripadvisor um hótelið :  http://www.tripadvisor.com/Hotel_Review-g186338-d2554880-Reviews-Travelodge_London_Stratford-London_England.html

 

RÚTA

Rúta til og frá flugvelli í London

 

MIÐI + MEMBERS

Miði á leikinn á langhlið ( Austur stúka )  ásamt skráningu í klúbbinn úti 

 

ÍSLENSK FARARSTJÓRN

 

 

Verð :        89.900.-    Miðað við 2 í herbergi

 

Einnig er hægt að vera 3 í herbergi ( pull-out bed ) og kostar það 84.900.- á mann.

Verð fyrir einstaklingsherbergi er 105.900.-

·         Þeir sem eru þegar skráðir sem meðlimir Tottenhamklúbbsins í Bretlandi borga sem nemur 8.000.- minna fyrir ferðina. Gefa þarf þá upp númer meðlimakorts við skráningu.

 

Þess má til gamans geta að gamanferðir eru að bjóða ferð á þennan leik í nóvember ,  og kostar hún 119.900.- og er frá laugardegi til mánudags ( með ferðatösku báðar leiðir =  125.700 )

http://gamanferdir.is/ferdhir/fotboltaferdhir?task=view_event&event_id=507

 

Einungis er hægt að bóka í ferðina í viku – frá deginum í dag.

20 sæti eru í boði í þessa ferð

 

Sæti í hópferðirnar seldust upp á þremur dögum og fimm dögum á síðasta tímabili.   Þannig að það er um að gera að bóka sem fyrst  J

 

Það sem þarf að koma fram við bókun  ( ef bókað er fyrir fleiri en einn,  þurfa þessar upplýsingar að fylgja fyrir alla )

          Nafn

          Kennitala

          Heimilisfang

          GSM númer

          E-mail

          Double bed / Twin bed / 3 í herbergi

 

Staðfestingargjald ,  kr. 25.000.-  á mann þarf að greiða við skráningu í ferðina.   Þetta staðfestingargjald er óendurkræft nema hægt sé að fylla í sætið.

Staðfestingargjald skal greiða inná reikning klúbbsins :  0537 – 26 – 3110    ,  kt.  630103-3550 –  og senda skal greiðslukvittun á spurs@spurs.is

Tottenhamklúbburinn áskilur sér rétt til að hætta við ferðina ef þátttaka er ekki nægilega góð –  og munu þá þeir sem greitt hafa staðfestingargjaldið fá endurgreitt.  Þetta myndi þá koma í ljós í næstu viku þegar skráningu í ferðina lýkur.

 

 

Kv

 

Stjórnin