Tottenhamklúbburinn hefur sent til allra meðlima fréttablað og smá gjöf og ætti þetta að berast félagsmönnum á næstu dögum. Þeir félagsmenn sem eru búsettir erlendis eru vinsamlegast beðnir að hafa samband á spurs(at)spurs.is með heimilisfang sem hægt er að senda á þar sem ekki er skráð heimilisfang á viðkomandi í þjóðskrá/póstskrá.
Á yfirstandandi tímabili fóru meðlimir yfir 330 sem er met síðan klúbburinn var stofnaður. Væri gaman að auka enn við þann fjölda og geta núverandi félagsmenn hjálpað þar til með að fá Spursara sem þeir þekkja til að ganga í klúbbinn.
.
kv
Stjórnin