Tottenhamklúbburinn – árgjald

Tottenhamklúbburinn – árgjald

0
598

Daginn

 

Nú fer að líða að lokum tímabilsins og mun Tottenhamklúbburinn senda blað ásamt gjöf þegar að tímabili lýkur til félagsmanna sinna eins og hefur tíðkast í gegnum tíðina.

 

Það er verið að ganga frá gjöfinni og því skorar Tottenhamklúbburinn á þá sem ekki hafa gengið frá greiðslu árgjalds og hafa áhuga á að fá veglega gjöf ásamt blaði í lok tímabils að greiða árgjaldið eða skrá sig í klúbbinn.

Sumir gætu verið með ógreidda valkröfu í heimabanka sem hægt er að greiða eða þá að skrá sig í klúbbinn á heimasíðu klúbbsins  :  https://spurs.is/klubburinn/nyskraning-i-klubbinn

Einnig er hægt að  senda e-mail á spurs@spurs.is þar sem koma þarf fram nafn , kennitala og heimilisfang og mun valkrafa birtast í heimabanka hjá viðkomandi.

 

Árgjald Tottenhamklúbbsins á Íslandi er einungis 2.500.-

 

COYS

 

Kv

 

Stjórnin