Capital One Cup Final

Capital One Cup Final

0
526

Tottenham mun leika í úrslitaleiknum í Capital One Cup á Wembley þann 1. mars næstkomandi.
Mótherjar Tottenham verða Chelsea,   sem eru efstir í úrvalsdeildinni um þessar mundir og á svakalegri siglingu undir stjórn Mourinho.

Búast má við svakalegum leik þar sem ekkert verður gefið eftir….

Aðdáendur Tottenham á höfuðborgarsvæðinu ætla að hittast á Ölver og gera sér glaðan dag.   
Tilboð verða á barnum á mat og drykk fyrir þá sem verða merktir Tottenham á einhvern hátt.

Vonumst við til að sjá sem flesta Spursara á Ölver þann 1. mars til að horfa á leikinn í góðri stemningu.
Leikurinn hefst kl. 16.00 ,    sunnudaginn 1. mars.

Ef Tottenhamaðdáendur á landsbyggðinni hafa ákveðið einhverja staði til að hittast á og horfa á leikinn ,  þá má endilega senda línu á spurs@spurs.is með upplýsingum um það og við komum því áleiðis.