Aftur niður jörðina eftir heimsókn á Anfield

0
438

Tottenham heimsótti Anfield í kvöld, þar sem að Liverpool tók á móti. Í síðustu 4 viðureignum þessara liða, hafði Tottenham veitt svo litla sem enga mótspyrnu. Það var annað upp á teningnum í kvöld, þó að úrslitin hafi ekki fallið okkar mönnum í hag.

THFC: Lloris; Walker, Dier, Vertonghen, Rose; Bentaleb, Mason; Lamela, Dembele, Eriksen; Kane

LFC: Mignolet, Can, Skrtel, Sakho, Moreno, Gerrard, Henderson, Markovic, Coutinho, Ibe, Sturridge

Liverpool var betri aðillinn í byrjun leiks og okkar menn voru alveg hrikalega mistækir, en þar fóru fremstir í flokki miðjumenn okkar, sem virtust reyna sitt besta í að afhenda Liverpool boltan og tvisvar í formi stungusendingar inn fyrir vörnina. Leikmenn Spurs virkuðu einfaldlega þreyttir eftir sigurinn á Arsenal, sem var spilaður á mjög háu „tempói“ auk þess að Anfield var eins og kartöflugarður í kvöld.

Andstæðingarnir skoruðu fyrst markið, en það kom eftir klaufaskap á miðjunn og endaði með mistökum hjá okkar besta leikmanni Hugo Lloris, en hafði auðveldlega getað varið lélegt skot Markovic, en hann virtist þó eitthvað vera að kenna vellinum sem er skiljanlegt.

Tottenham tók heldur betur við sér eftir þetta og enginn annar en Harry Kane jafnaði leikinn eftir frábært samspil Eriksen og Lamela. Og þannig var staðan þegar flautað var til leikhlés.

Seinni hálfleikur var svipaður og byrjunin á þeim fyrri, en leikmenn Spurs voru ekki að eiga sinn besta dag, fyrir utan leikmenn eins og Dembéle, Lamela og Kane. Leikmaður eins og Danny Rose var hins vegar ekki á sínum degi og braut klauflega af sér innan vítateigs, sem dæmt var á og Steven Gerrard afgreiddi vítaspyrnuna þó með viðkomu Hugo í markinu 2-1 var staðan.

Okkar menn tóku aftur við sér og eftir aukspyrnu Eriksen, fékk Kane boltan sem sendi hann fyrir á Dembéle sem magaði boltan yfir línuna. 2-2. Eftir þetta dó leikurinn frekar og bæðu lið virtust sætta sig við jafntefli. En svo var það enginn annar en Mario Balotelli sem ákvað auðvitað að skora sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu og það gegn Tottenham, týpískt. 

Jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða, en lítið hægt að kvarta svo sem. Þetta er ungt lið og ég er sannfærður um að ef það hefðu liðið aðeins fleiri dagar frá seinasta leik, hefðu þeir sigrað þá. Því Tottenham virðist vera betra lið en Liverpool. Næsti leikur er gegn Fiorentina á fimmtudag í næsta viku og svo kemur fljótlega að úrslitaleiknum, þannig að við höfum það þokkalegt þrátt fyrir úrslit kvöldsins.

 

Maður leiksins: Mousa Dembéle 8,5