Harry Kane hetjan í NLD

0
472

Tottenham tók á móti erkióvininum, Arsenal í hádeginu á laugardaginn. Fyrir leik voru Arsenal taldir líklegri aðillinn eftir gott gengi þeirra undanfarið, en Spurs hafði þó líka gengið mjög vel og enginn ástæða fyrir Spursara að vera hræddir fyrir leik. Síðustu þrír leikir gegn Arsenal höfðu endað illa, en Pochettino hefur heldur betur tekið til hendinni í vetur og Spurs staðið sig ágætlega gegn betri liðum deildarinnar.

Leikurinn fór vel af stað hjá Spurs, sem voru mikið með boltann, en planið hjá Arsene Wenger og hans mönnum var augljóslega að verjast og sækja hratt líkt og þeir gerðu í sigri þeirra gegn Manchester City á Etihad stadium. Þessi leikaðferð heppnaðist svo þegar Mesut Özil skoraði eftir gott hlaup hjá Welbeck sem fór illa með Danny Rose og sendi knöttinn á Giroud sem átti misnotað skot sem endaði hjá Özil sem stýrði boltanum inn. Mjög svekkjandi byrjun, en leikmenn og áhorfendur létu þetta ekki trufla sig um of og héldu áfram að berja á Arsenal með mikilli pressu. Leikar stóðu þó ennþá 0-1 þegar komið var af hálfleik, ótrúlega óverðskuldað og virtis leikplan Arsene Wenger vera að virka.

Tottenham hélt áfram að sækja í seinni hálfleik og það hlaust árangur fljótt, en þá nýtti gulldrengurinn Harry Kane sér hrikalega varnarvinnu Arsenal eftir hornspyrnu og laumaði sér á fjær stönginni og stýrði boltanum í netið eftir að Ospina markmaður Arsenal hafði varið skalla frá leikmanni Tottenham sem barst til Kane. Pressa Spurs hélt áfram og stuðningsmenn Spurs hvöttu liðið áfram af miklu kappi. Tottenham var á heildina litið 63 % með boltann, sem er gríðar gott gegn skyttunum sem eru þekktir fyrir að halda boltanum vel. Einnig átti Tottenham margfalt fleiri skot.
Þegar líða var farið að lokum á 86 mínútu leiksins, fékk uppalinn drengur að nafni Bentelab boltann á vinstri kantinum sér annan uppalinn gulldreng í vítateignum og á þessa unaðslegu fyrirgjöf inn á teiginn. Gullkálfurinn Harry Kane býr sér til pláss og þarf aðeins að beygja sig aftur, en nær að hitta boltan svona dásamlega með kollinum og boltinn svífur í fallegum boga yfir Ospina markmann Arsenal og Harry Kane og stuðningsmennir fyrir löngu sturlaðir af fögnuði áður en boltinn endar í netinu. Unaðslegt.

Ótrúlega góður og líklega besti leikur Spurs í vetur, og ekki hægt að taka neitt neikvætt úr leiknum. Leikmennirnir voru frábærir og stuðningsmennirnir hafa aldrei verið betri. Pochettino virðast hafa náð að fá það besta úr leikmönnum Spurs með góðum æfingum og tekist að sameina stuðningsmenn Spurs aftur, eftir tvö ár þar sem stór hluti virtist ekki vera sáttir með klúbbinn, þjálfaran, liðið eða einstaka leikmenn. 

Núna virðist vera gríðarlega bjartir tímar framundan hjá klúbbi sem er vel rekinn, með lið sem er byggt upp á breskum og uppöldum leikmönnum.